Kæru hugarar.

Nú verð ég því miður að biðja ykkur að senda mér ekki fleiri einkaskilaboð. Ég hef því miður allt of mikið á minni könnu í hinu hversdagslega lífi þannig að ég verð að minnka (allavega í bili) aðstoð mína niður í greinar eingöngu.

Ég vona að þetta eigi ekki eftir að valda miklum leiða, því ég mun auka kraftinn um leið og aðstæður leyfa.

Á meðan eru góðir notendur eins og intenz sem gefa góð ráð og geta aðstoðað ykkur við þau vandamál sem þið eigið við að glíma.

Ég mun ljúka þeim málum sem ég hef nú þegar boðið heim, en þau fjöldi skilaboða er liggja ósvöruð í skilaboðahólfi mínu sem mér hefur ekki enn gefist tækifæri á að svara verða því miður að enda þar, því ég hef einfaldlega ekki tímann til að aðstoða fólki með einkavandamál í augnablikinu.

Ég myndi þurfa að liggja yfir þessu marga klukkutíma á dag til þess að veita gæðasvör við þeim vandamálum sem þið hafið við að glíma.

Frekar veiti ég engin svör en léleg svör.

Vonandi lesið þið greinarnar mínar, því þær ælta ég að reyna að senda frá mér með einhverju reglulegu millibili.

Næsta grein mín mun eflaust vera um ástarsorg.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli.
Gaui