Nú tek ég dæmi. Einhver sest við hliðina á þér í strætó og byrjar að tala við þig. Strax byrjar þér að líða hálf asnalega en næstu mínútur gætu annað hvort staðfest hvort þér eigi að líða asnalega eða gjörbreytt hugarfari þínu í garð þessarar manneskju. Þið hafið ef til vill hitt fólk sem byrjar að tala við ykkur og strax eftir nokkrar mínútur er þetta fólk komið inn í ‘'comfort zoneið’' ykkar. S.s. ykkur líður vel kringum þessa manneskju og það er ekkert mál að tala við hana.
Hvernig látum við stelpum líða vel í kringum okkur ef okkur líður ekki vel? Hérna eru nokkur protip sem bæta daglegt líf á alls konar sviðum.
# Vaknið snemma á morgnana og takið til og þrífið í hluta af íbúðinni eða herberginu ykkar strax og þið vaknið, áður en þið borðið og allt það. Á morgnana erum við hálf gerðir zombies og eftir smá tíma verður bara venjulegt að vakna, taka til og þrífa og verkið er búið áður en þið vitið af.
# Farið í ræktina minnst þrisvar í viku. Það bætir vellíðan um alveg helling og í þokkabót komist þið í betri form.
# Prófið nýja hluti. Klifjið esjuna, farið á dans námsskeið, hlaupið hálf maraton.. Eitthvað sem þið getið talað um og munað!
# Klæðið ykkur rétt á köldum degi. Fleiri þunn layers af fötum er betra en eitt þykkt layer, þar sem hiti þarf að haldast inni, en kuldi þarf að komast út líka. Að klæða sig OF mikið getur verið kaldara en að klæða sig minna.
# Fáið nægan svefn. Einfallt, auðvitað en mikilvægt engu síður.
# Borðið hollt og balancerað. Munið að borða allskyns mat, ekki bara það sem ykkur finnst gott. Við þurfum á svo mörgum efnum að halda, að líkaminn fær þau ekki öll ef við erum á einföldum diet.
# Ef þið búið hjá foreldrum, gerið jafn mikið og foreldrar ykkar á heimilinu. T.d. ef mamma ykkar eldar, takið þið þá til eftir matinn og þrífið eldhúsið. Foreldrar ykkar eiga eftir að hafa meiri tíma og orku til þess að njóta sín og samband ykkar mun beturumbætast og þar af leiðandi verðið þið ánægðir.
# Ekki gefast upp á verkefnum sem þið takið ykkur fyrir hendur. Standið við það sem þið segið eða amk. reynið ALLT sem þið getið. Að standa tómhentur eftir að hafa gefist upp brýtur á sjálfstraustinu.
# Gerið eitthvað fyrir útlitið. Þið munið hafa meira sjálfstraust í hvert skipti sem þið labbið út.
Ætla hafa þetta gott í bili.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.