Það er létt að lesa þessar greinar og hugsað: ‘'Gæi sem heldur að hann kunni að hátta samskiptum með kvennmenn, ég skal sko sýna honum’' og finna svo allt sem þú heldur að sé bara bull.
Einnig vill ég taka fram að allt sem er skrifað hérna er ekki heilagur sannleikur. Enginn les allt og hugsar: ‘'Þetta virkar fyrir mig!’'. Hver maður myndar sinn eigin stíl. Þú háttar þínum samskiptum öðrvísi en ég. Þess vegna virka dæmin mín ekki fyrir þig, en útskýringarnar og ráðin virka fyrir alla. Dæmin eru bara til að setja þetta saman eins og ég geri það.
Ef það er eitthvað sem hljómar alveg út í hött, ekki þá gera það. Þú getur ekki ‘'feikað’' samskipti. Notaðu bara þá hluti sem þér finnst passa við hvernig þú talar við fólk.
Þetta er ekki step-to-step how-to guide.
-
Jæja, félagar. Spjöllum um internetið.
Internetið hefur verið og er staður sem maður getur hitt nýtt fólk.
Getum við notað internetið til þess að kynnast stelpum?
Ójá.
En hvernig háttar maður samskipti á stað þar sem kaldhæðni er ósýnleg og tilfinningar ekki til staðar?
Við háttum þeim þannig að báðum aðilum líður eins og þau séu að spjalla og hlægja saman andspænis hvort öðru við borð í veruleikanum.
Hvernig gerum við það?
Samtalið þarf að flæða eins og það væri náttúrulegt samtal.
Mistök sem margir gera er að spyrja endalaust af spurningum til þess að tryggja sér svar frá hinum aðilanum.
Það þýðir ekki að ef stelpan segir: ‘'Ég elska að djamma á NASA’' að þú getir svarað: ‘'Hehe’' eða ‘'Nice’' og beðið svo eftir svari. Betra er að koma með svör eins og: ‘'Þannig ef ég ætla að stalka þig þá finn ég þig á NASA? (6)’' eða ‘'Ég hef bara einu sinni farið þangað og ég man ekki eftir kvöldinu haha!’' En og aftur.. Einungis það sem ég skrifa í svona tilvikum.
Að halda flæðinu er ekki erfitt í sjálfum sér, svo lengi sem maður er með sjálfstraust og hugsar ekki ef hún er lengi að svara: ‘'Æi hún vill mig ekki, best að sleppa þessu’' og x'a gluggann.
Hvar hittum við kvennmenn á netinu?
Tjah.. Oft nota ég facebook eða dating síður eins og einkamál.
Reyndar hef ég ekki góða reynslu af einkamál þar sem flestir eru (voru allaveganna á mínum tíma þar) að trolla þar og næstum enginn markaður fyrir ungt fólk.
En ef það eru betri dating síður, eða ef þú villt prófa einkamál, þá eru nokkrir basic hlutir sem þú þarft að hafa í huga þegar þú býrð til prófílinn þinn.
Myndin:
Myndin skiptir öllu máli. Stelpur sortera stráka frá þegar þær leita út frá myndum sem þær skoða. Þegar þú ert að sortera stelpur frá, lestu þá profíl textann þeirra og dæmir út frá því? Nei. Ekki þær heldur.
EKKI hafa myndir af þér berum á ofan.
EKKI hafa webcam mynd af þér einum í herberginu.
EKKI taka myndir af þér með peningaseðla og/eða byssur.. Segir sig sjálft ef þú hefur nokkurtímann farið á 4chan.
Taktu myndir af þér að gera eitthvað sem þér finnst gaman.. Þó ekki að spila WoW eða álíka þar sem það yrði ekki spennandi mynd.
Ef þér finnst gaman á hjólabretti, vertu með mynd af þér á hjólabretti.
''Um þig'' á að vera stutt og segja eitthvað að viti, án þess að segja mikið um þig.
Gott dæmi væri:
''Jæja, þú ert að scrolla og klikka á tugi fólks i dag.. Af hverju ættir þú að vilja kynnast mér? Veistu, það er bara ein leið til þess að komast að því og það er að spyrja mig ;)
Ég bít einungis þá sem ég fíla ekki!''
EKKI skrifa ‘'top 10’' lista, ritgerð um sjálfan þig og hvernig þú ert að leita að maka. Þú ert ekkert á einkamál eða öðrum dating síðum til þess að finna maka. Þú ert þarna til þess að kynnast fólki, því let's face it, þú ELSKAR að kynnast nýju fólki!
Ef þú sendir stelpu bréf, þá verður það að hljóma sem eitthvað sem þú skrifaðir til hennar, án þess að vera langt né sýna einhvern áhuga á henni. Stelpur fá ENDALAUST af skilaboðum á dag á svona síðum. Þau hljóma öll alveg eins:
''Hæ sæta, spjalla?''
''Langar þig að spjalla?''
''Hey, ég tók eftir því að þú átt kött, ég á líka kött :D''
Etc.
Etc.
Heldurðu að stelpa nennir að svara þér ef hún er á tuttugasta bréfi og það stendur: ‘'Hæ sæta, spjalla?’'.
NEI.
Hvað skrifar þú þá?
Eins og ég sagði, þá þarf hún að finna fyrir því að þú sért að skrifa til hennar.
Ekki hljóma örvæntingafullur.
Hljómaðu eins og þú hafir nóg að velja um.
Varastu að hljóma ‘'needy’'.
Þú getur hrósað henni, það virkar, en það þarf að hrósa rétt. Ekki hrósa henni á líkamsbyggingu t.d.
Dæmi um bréf gæti verið:
Subject: Ólívur
-
Hæ! Ég tók eftir þessu fallega brosi og ákvað að þú værir pottþétt áhugaverð manneskja til að kynnast :D
Hvernig drepur stúlka eins og þú tímann og það sem mikilvægara er: finnst þér ólívur góðar?
Skiptir engu máli hverju hún svarar og hvort hún spái af hverju þú spyrð um ólívur. Hún svaraði og það er það sem skiptir máli. Út af 20 öðrum gæjum í dag fékkst þú svar.
Svo reynirðu bara að skapa flæði og eftir 5-6 pósta ættirðu að vera kominn á msn.
Þaðan þarf ekki nema bara að skapa flæði og stigmagna samræðuna. Reyndu að færa samtalið hægt og rólega í átt að kynlífi. Ef þetta er stelpa sem þig langar að kynnast betur og kannski byrja með, reyndu þá að hitta hana sem fyrst.
Rétt leið til þess að færa samtal í átt að kynlífi:
Hún: ‘'Oh ég er svo þreytt’'
Þú: ‘'Ætlaru að kúra þá með bangsanum þínum núna?’'
Hún: ‘'Ég á engann bangsa :(’'
Þú: ‘'Vantar þig þá ekki bangsa?’'
Hún: ‘'Jú’'
Þú: ‘'Hvað finnst þér best? Stórir eða litlir bangsar til að kúra með?’'
Íslenskar stelpur nota orðið kúra alveg svakalega mikið. Notaðu orðið sem vopn og þú munt sjá afl þess.
Röng leið til þess að færa samtal í átt að kynlífi:
Hún: ‘'Oh ég er svo þreytt’'
Þú: ‘'Ertu gröð?’'
Allaveganna. Calling it í dag! Gangi ykkur öllum vel!
Moderator @ /fjarmal & /romantik.