Þetta er samt lýsing á ástandi sem getur mjög auðveldlega skapast hjá einstaklingi vegna hugsunar-, umhyggju- eða sinnuleysis hjá öðrum einstaklingi. Auðvitað er ekki auðvelt að vera í sambandi svona, en það líður sumum svona og það er líklegast vegna þess að einhver annar fór illa með tilfinningar þess.
Þetta er auðvitað leiðinlegt, en umræðan um þetta á virkilega rétt á sér finnst mér, þó þetta fari sjaldan á það plan að vera raunveruleg umræða vegna þess hversu fljótt fólk er að afneita því fyrir sjálfu sér að hafa nokkurntíman vanvirt tilfinningar annarar manneskju þó margir kannist við að hafa verið vanvirtir sjálfir.
Við erum í sífellu að móta sjálfsmyndir annara, því sjálfsmynd hvers og eins er mótuð í samskiptum við aðra.
Það er auðvelt að segja það og jafn auðvelt að gleyma því.