var eitthvað lonely:(
ég var eitthvað svo lonely í gær. Ég er í fjarlægð frá kærastanum mínum 5 daga vikunnar en við hittumst allar helgar. Er í skóla úti á landi. Í gærkvöld, á gistiheimilinu fylltist ég af hræðilegum einmanaleika. Ég skrifaði sms til hans (köllum hann X) og kvarta yfir því að hann hringi ekki í mig. Svo þegar hann loks hringir þá fer ég að tala um að við þurfum að hafa meira sms og email samband svo við fjarlægjumst ekki…..eins og það sé einhver ástæða til að fjarlægjast!!!!! Það gengur nefnilega allt vel á milli okkar, það var bara eitthvað við þessa paranoid eymd í mér sem fékk mig til að láta hann halda að ég efaðist um hann. Hvernig ætli honum líði!!!!!!? Ég veit ég geri kröfur en HALLÓ við vorum að fara að kveðjast í gær þegar ég sagði….ætlarðu ekki að kalla mig ástina þína og kyssa mig góða nótt í gegnum símann? Hann sagði ókei og gerði einsog ég sagði. Ég minntist á að ég vildi ekki að við fjarlægðumst með því að hafa lítið samband því ég sé nógu langt í burtu (en halló samt hittumst við hverja einustu helgi) ég er með svo mikinn móral að ég skrifaði afsökunarbréf í emaili til hans og er að vona að hann lesi það í kvöld….svo mikill er mórallinn hjá mér. Þetta var alveg óþarfi hjá mér að láta svona!!!! En ég fæ kökk í hálsinn við það að hugsa hvernig honum líði yfir þessu. Er þetta ekki bara einsog í öllum samböndum? Hann hefur nú líka orðið pirraður útí mig en á milli er allt í fínasta. Það getur ekki verið að allt verði fullkomið og engin rifrildi í hverju sambandi er það? Á hann eftir að forðast að sýna mér eins mikla umhyggju og áður því hann geti ekki verið viss um hvernig mér finnst það? Ég sagði honum í emaili að ég efast alls ekki um hann og vilji eiga fleiri frábærar stundir með honum