Ég sá í bók sem heitir HINN EIGINLEGI ÉG GERI SVO VEL AÐ GEFA SIG FRAM, grein sem var um eitthvað sem heitir ósýnilega stigataflan. Það er. að þegar það er eitthvað rifrildi á milli hjóna og-/eða para, þá eru konan og maðurinn sífellt að safna sér stigum með því að segja: Jæja, hver var það sem að vaskaði upp síðast? Var það ekki ÉG??? (þá er eitt stig komið hjá honum) þá segir hún: Hver kaupir í matinn 3svar í viku? Svo kemur þú aldrei með mér og hjálpar mér aldrei að raða vörunum inní skápana. (eitt stig fyrir henni) o.s. fr,
Af hverju ekki bara að hjálpast bæði að og komast að samkomulagi? Vera góð hvort við annað og rækta ástina? Verða ekki margir skilnaðir sem verða þegar sprengjan er sprungin og annað þeirra er með fleiri stig en hitt?
Eftir að ég sá þessa grein, og langar að vera í góðu, ástríku sambandi ennþá….því við erum líka svo góðir vinir ég og hann, þá hef ég passað mig að segja ekkert svona við hann einsog: Það hefur eitthvað minnkað að þú hringir í mig…ég hringi alltaf í þig. Elskarðu mig ennþá ofl. ofl. Áður hugsaði ég svona í öðru sambandi og við bara urðum þreytt hvort á öðru og allt þurfti að breytast í rifrildi og leiðindi. Þetta hrekur fólk hvort frá öðru. Eruð þið sammála þessu? Er einhver stigatafla í ykkar sambandi?