Stelpur vilja þennan fullkomna strák, hann verður að vera vel stæður félagslega (vinsæll) góður í einkalífi (sætur og góður og allt) og vel stæður fjárhagslega, þær eru bara að sækja í öryggi.
Hugsaðu málið þannig: Það er tvennt sem hann þarf að hafa, útlit og tilfinningar, svo ég einfaldi það. Ef hann hefur útlit ertu kominn með helminginn og þá er 50/50 að hitt sé líka í lagi. Svo með því að taka fyrst það augljósa og grísa á hitt eru þær að reyna að finna 100% góðan strák.
Það er best að vera 75% í öllu því það vegur hvert annað upp, það á enginn séns sem hefur bara eitt, kannski ef þú hefur tvennt, og best er að hafa þrennt. Örfáir hafa það allt og eru bara mjög heppnir.
Bara smá hugs, ef einhver ljót stelpa er hrifinn af þér og þú vilt hana ekki þá viltu bara að hún fari að lifa sínu lífi en ekki að hún fari á bömmer og allt. Það er eins með strákana sem er hafnað, það hjálpar lítið að finna sökudólg.
Það versta á víst að lifa í plastveröld þar sem allt er meðalgott. En það vill það enginn. Allir halda að þeir geti gert betur og á endanum verður fólk að viðurkenna að það er ekki fullkomið. Þetta gerist við alla og það eru örugglega margir orðnir hundleiðir á þessu endalausa væli um að þessi vill mig ekki og ég vil ekki þennan, hvernig haldið þið að heimurinn hafi verið áður en netið varð til?
It´s all in your mind. Þetta eru ekki bara stelpurnar, þú ert líka svona að sumu leiti
All you need is love
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”