Það er svo sannarlega hægt að vera ástfanginn af sambandinu frekar heldur en aðilanum sem maður er með. Ég upplifði þetta meirað segja með minni fyrstu kærustu. Ég hafði engan áhuga á henni en mér var eiginlega ýtt út í það samband. Mig langaði sjálfum í samband en mig langaði ekkert í þessa stelpu en ég hlúði nú samt furðulega mikið að sjálfu sambandinu. Ég var mun hrifnari að vera í sambandi heldur en að vera í sambandi með henni. Ég lærði ýmsilegt af þessu.
Að vera einn er hinsvegar allt annað. Þegar maður er búinn að venjast einhverju þá er oft erfitt að afvenja sig af því ef maður naut þess. Það er leiðinlegt að vera einn og ég var sjálfur næstum byrjaður með síðustu kærustunni minni aftur útaf þessu. Ég var búinn að vera í sambúð í rúmlega 7 mánuði þegar ég hætti með henni. Að vera síðan einn í íbúðinni var hroðalegt. Virkilega hræðilegt. Maður finnur fljótlega til löngunar að hafa einhvern og einmannarleikinn krækir í mann. Maður getur líkt þessu við eiturlyf og sagt að þetta séu fráhvarfseinkennin, maður þarf tíma til að komast í gegnum þetta.
Ég þekki alltaf mikið til þess að fólk verður ástfanginn af sambandi og reynir að rækta sambandið. Fólk sé með ákveðnar hugmyndir um hvernig sambönd eiga að vera og reyna að framkvæma þessar hugmyndir frekar en að taka hlutunum eins og þeir eru og fara eftir núverandi stefnu sambandsins.