Svo er mál með vexti að ég er virkilega veikur fyrir vinoknu minni, við erum búin að vera góðir vinir lengi (heil 9 á, aðeins 15 ára að aldri). Um daginn “opnaði” hún sig fyrir mér og sagði mér að hún væri hrifin af mér en vildi eiginlega ekkert gera því vináttan væri í húfi… Allt í góðu með það nema að núna getum við hugsað okkur að “uppfæra” sambandið en samt ekkert verið að gera mikið í því (fara bara rólega í þetta). En þar sem við erum svo góðir vinir og segjum hvoru öðru allt þá er hún alltaf að segja mér frá öðrum gæja sem hún er líka hrifin af, eftir að hún sagði mér að hún væri hrifin af mér… Þannig að ég bara spyr ykkur mannvitsbrekkurnar hérna á huga, hvað er hún að meina með þessu ?

Promotheus