Ég vill svo oft segja að kvenfólk sé bara ekki jafn ástríðufullt og karlar. Ég vona að svo sé ekki ;)
Mér finnst bara svo oft með lög sem fólk kallar rómantískt að það sé engin ástríða í túlkuninni. Sem dæmi finnst mér Celine Dion bara vera upptekin við það að vera diva sem þarf að flagga röddinni fyrir okkur. Hún gæti alveg eins verið að syngja innkaupalista. Steve Tyler á annað borð virðist bara vera að syngja slagara þótt hann sé með hreinlega væminn texta.
Kannski er það bara flytjanfi lagsins sem hefur skemmt textann fyrir mér en mér finnst þetta ákaflega klysjukennt. Einmitt í lögunum sem ég nefndi eru textarnir svo persónulegir. Í Stand Inside Your Love er Billy Corgan að syngja til kærustunnar sinnar og textinn kemur til skila að maður sem syngur sé umbreyttur vegna hennar. Skaðar ekki ef fólk sér myndbandið sem er hlaðið myndlíkingum og þar sem kærastan hans dansar líka.
Í Lay Lady, Lay heyrir maður bænartóninn í röddu Dylans, flóð af tilfinningum í einföldum en svo fallegum texta þar sem er eins og augnablikið og eilífðin mætist. Jæja, nóg í bili :)<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?