Ég var einu sinni í sambandi sem var svona on og off í um 6 mánuði ( fyrir rúmum 2 árum ). Það tók mig marga marga marga marga mánuði ( trúlega rúmlega 1 og hálft ár )að jafna mig eftir það. Það var líka ást við fyrstu kynni hjá mér og ég leit á hann sem minn allra besta vin.
Byrjaði fyrst að jafna mig að alvöru eftir hann þegar hann fór að koma fram við mig eins og skít, byrjaði að ljúga að mér og kalla mig öllum illum nöfnum og bara vera hundleiðinlegur.
Gerði mér grein fyrir því að strákurinn sem ég elskaði væri ekki til lengur.. kannski var hann aldrei til nema í huganum á mér.. Hef aldrei verið góður mannþekkjari ;-)
Það bjargaði mér…. annars væri ég trúlega ekki búin að jafna mig. <br><br><img border=“0” src="
http://www.einhugur.com/Linda/images/cathuga.gif“ width=”40“ height=”37“><b><font face=”Monotype Corsiva“ size=”3">Kv. catgirl</font></