Þetta er kannski smá seint en í tilefni Valentínusardagsins þá er hér hágæða póstur um rómantískustu skepnur þessa heims, flatorma í ættinni Diplozoidae. Holdgervingar ástar og skuldbindingar.
Þessir flatormar eru sníkjudýr á tálknum fiska þar sem þeir eru allt sitt líf að sjúga blóð og næringu úr hýslinum.Ókynþroska leita þeir í tálknin, bæði í leit að fæðu en ekki síður í leit að maka. Þegar þeir finna einstakling sömu tegundar þá festa þeir sig saman og renna saman í eitt. Þeir losna aldrei aftur. Þeir makast bara við einn einstakling allt sitt líf: ást við fyrstu sýn. Ég held reyndar að þeir séu reyndar blindir en það skiptir ekki öllu.

Þessir flatormar eru sníkjudýr á tálknum fiska þar sem þeir eru allt sitt líf að sjúga blóð og næringu úr hýslinum.Ókynþroska leita þeir í tálknin, bæði í leit að fæðu en ekki síður í leit að maka. Þegar þeir finna einstakling sömu tegundar þá festa þeir sig saman og renna saman í eitt. Þeir losna aldrei aftur. Þeir makast bara við einn einstakling allt sitt líf: ást við fyrstu sýn. Ég held reyndar að þeir séu reyndar blindir en það skiptir ekki öllu.

Áhugamaður um alvarleg málefni.