Að sjálfsögðu koma lægðir í sambönd. Ég er ekki að tala um að ef þú ert búin/n að vera í sambandi í 10 ár og allt í fína en svo kemur lægt og ekkert kynlíf, að þá bara kötta á allt saman. En ef þú byrjar samband með svo litlu kynlífi (og þetta er mín persónulega skoðun) þá myndi ég ekki endanst lengi. Og það er ekki afþví að ég er einhver greddu kall, þetta er tilfinningalegt.
Fyrir mér er kynlíf svo miklu meira en bara "losa" um spennu eða mannlega kvatir. Þetta er leið til að bindast ennþá sterkari böndum en það bara að tala eða fara í bíó saman.
Þetta er leið til að sættast eftir rifrildi, þetta er leið til að fagna, þetta er leið til að upplifa eitthvað sem bara þið hafið gert saman etc... Fyrir mér er þetta hápunktur sambands. Gætir þú verið maki einstaklings og ekki lifað kynlífi með þeim aðila? (veit að þetta er ekki upphaflega spurningin, en vert að velta fyrir sér).