Ég veit ekki alveg út af hverju ég er að setja þetta hérna inn, en ég hef hreinlega bara engan annan vettvang til að fá einhverjar óhlutdrægar ráðleggingar, þar sem ég þarf ekki að fegra hlutina til að halda þessari "fullkomnu ímynd um okkar samband" og þess háttar kjaftæði.
Semsagt, ég er tvítug kvk og er búin að vera í sambandi núna í næstum 2 og hálft ár. Hann er tveimur árum eldri en ég og ég elska hann alveg út af lífinu. Málið er bara að sambandið er orðið bara... ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að orða það... það er bara eins og eitthvað sé brotið. Við höfum hvorugt haldið framhjá eða gert eitthvað drastískt til þess að það gerðist, heldur bara er það orðið þannig núna.
Til að reyna gera langa sögu stutta, þá er hann frekar svona hlédrægur náungi, ekki mikill kvennakall þannig áður en hann kynntist mér og er ekki mjög framtakssamur í þeim efnum. Hann kann ekki að ganga á eftir stelpu, hvað þá að reyna halda sambandi gangandi. Við byrjuðum saman þegar ég var auðvitað frekar ung og með rómantískar hugmyndir, ég var alveg að verða 18 og var endalaust að gera eitthvað sætt fyrir hann. Bjó til CD disk með lögum sem ég tengdi við okkur og okkar samband, sem við höfðum einhverjar sameiginlega minningar um, ég keypti handa honum svona dogma bol sem var eiginlega svona einkahúmor á milli okkar og alveg fullt af svona sætum hlutum. Ég gerði það alltaf mánaðarlega fyrsta hálfa árið, þ.e. þann mánaðardag sem við höfðum byrjað saman. Svo þegar hálft ár var liðið hélt ég að nú myndi hann kannski gera eitthvað, en allt kom fyrir ekki. Og alveg síðan höfum við átt við þetta vandamál að stríða, mér finnst hann ekki gera neitt til þess að halda einhverjum neista í þessu sambandi.
Ég hef reynt að ræða þetta við hann og hann segist alltaf ætla reyna bæta sig, en svo einhvern veginn gerist ekki neitt... Svo er það ekki eina vandamálið, þar sem við erum frekar ólík, viljum svona sitthvora hlutina í lífinu eins og staðan er ákkúrat núna, en viljum samt það sama í framtíðinni. Þ.e. við værum ágæt saman eftir svona 5 ár...
En þetta er komið út í það að ég er eiginlega hætt að vera "hrifin" af honum... Og það er í rauninni langt síðan ég hætti að vera hrifin af honum. Og ég hef sagt honum það, samt gerðist ekki neitt sem kom frá honum til að reyna hrista aðeins upp í hlutunum, þ.e. til að reyna "vinna" hrfninguna mína aftur....
Veit þetta hljómar frekar hallærislega að segja þetta svona, en ég held, eða eiginlega veit, að hann er mun hrifnari af mér en ég af honum, bæði andlega og kynferðislega. Hann er mjög ánægður með mig bæði útlitslega og kynferðislega og er mjög hrifinn af mér (það er greinilegt), en samt finnst mér hann ekki leggja sig fram til að sýna mér það eða til þess einfaldlega að halda í mig... Hann segist elska mig og allt það, en ég er alltaf að bíða eftir því að hann sýni mér það almennilega.
Við höfum auðvitað átt okkar hæðir og lægðir, en undanfarið ár hefur allt bara verið eitthvað svo glatað... Það er svo stutt í rifrildin og særindin sem við höfum gert við hvort annað. Hann segist oft ætla gera hluti sem hann stendur svo ekki við (eins og t.d. að reyna finna sér vinnu þar sem ég bý, svo bara beilaði hann allt í einu á því og við enduðum í fjarsambandi í hálft ár vegna þess) og ég er eiginlega hætt að treysta honum... Og trúiði mér þegar ég segi að ég hafi reynt að tala um þetta allt við hann?
Ég hef sagt honum að ég sé hætt að vera hrifin af honum (ég auðvitað elska hann bara, get ekki ímyndað mér að missa hann úr lífi mínu) og að ég treysti honum ekki lengur, þar sem hann hefur logið að mér og flúið úr aðstæðum sem við vorum bæði ábyrg í og skilið mig eftir í skít út af því... En samt hef ég ekki séð neitt áberandi "Fyrirgefðu" eða neitt í alvöru action... bara orð.
Og ég veit alveg að ég er ekki fullkomin í þessu sambandi, ég hef alveg hagað mér eins og asni stundum, en þetta vandamál er bara orðið svo djúpt hjá mér (og þetta er mjög einfaldað hérna... kemur eflaust kjánalega út) að ég ég bara búin að missa móðin yfir þessu sambandi. Ég er í alvörunni búin að hugsa um að hætta með honum undanfarið ár.
En fyrir mér er þetta miklu meira en bara að hætta saman, hann er besti vinur minn, við eigum fullt af hlutum og dýrum saman, okkur líður vel saman og allt það... En ég bara er orðin andlaus í þessu sambandi. Og ég veit ekki hvort það sé út af því að þetta sé bara komið gott hjá okkur eða hvort ég haldi að grasið sé eitthvað grænna hinum megin. Ég veit ekkert hvert ég á að snúa mér eða hvað ég á að gera... Ég er svona sucker fyrir rómantík og vill í alvöru trúa því að þetta sé ekki það eina sem maður getur fengið... Mér þykir svo innilega vænt um þennan strák og fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um að þetta gæti verið búið, en ég veit ekki hvort ég höndla þetta lengur. Ég er ekki lengur andlega í þessu sambandi, það er allt orðið svo áhugalaust hjá okkur, bara minnstu samræður eru orðnar leiðinlegar...
Ég er í skóla annarsstaðar á landinu en hann og hann kaus það sjálfur að verða eftir. Alltaf þegar við heyrumst í síma, þá er þetta bara eins og að tala við foreldra sína, það er álíka áhugalaust... Ég er bara í mestu tilvistarkreppu lífs míns með þetta, ég bara get ekki ímyndað mér að tala bara við hann eins og ókunnugan eftir að hafa treyst honum fyrir öllu í mínu lífi undanfarið 2,5 ár... Mér þykir svo vænt um hann og tilhugsunin um að missa besta vin sinn er óhugnanleg...
Ég vona að eitthvað af þessu sé skiljanlegt og ekki of mikil romsa, ég biðst bara afsökunar á því. Ég vona bara að einhver geti gefið mér hlutlausar ráðleggingar um hvort ég sé vangefin og sé bara að halda að grasið sé grænna hinum megin, eða hvort þetta sé bara dauðadæmt...
Semsagt, ég er tvítug kvk og er búin að vera í sambandi núna í næstum 2 og hálft ár. Hann er tveimur árum eldri en ég og ég elska hann alveg út af lífinu. Málið er bara að sambandið er orðið bara... ég veit ekki einu sinni hvernig ég á að orða það... það er bara eins og eitthvað sé brotið. Við höfum hvorugt haldið framhjá eða gert eitthvað drastískt til þess að það gerðist, heldur bara er það orðið þannig núna.
Til að reyna gera langa sögu stutta, þá er hann frekar svona hlédrægur náungi, ekki mikill kvennakall þannig áður en hann kynntist mér og er ekki mjög framtakssamur í þeim efnum. Hann kann ekki að ganga á eftir stelpu, hvað þá að reyna halda sambandi gangandi. Við byrjuðum saman þegar ég var auðvitað frekar ung og með rómantískar hugmyndir, ég var alveg að verða 18 og var endalaust að gera eitthvað sætt fyrir hann. Bjó til CD disk með lögum sem ég tengdi við okkur og okkar samband, sem við höfðum einhverjar sameiginlega minningar um, ég keypti handa honum svona dogma bol sem var eiginlega svona einkahúmor á milli okkar og alveg fullt af svona sætum hlutum. Ég gerði það alltaf mánaðarlega fyrsta hálfa árið, þ.e. þann mánaðardag sem við höfðum byrjað saman. Svo þegar hálft ár var liðið hélt ég að nú myndi hann kannski gera eitthvað, en allt kom fyrir ekki. Og alveg síðan höfum við átt við þetta vandamál að stríða, mér finnst hann ekki gera neitt til þess að halda einhverjum neista í þessu sambandi.
Ég hef reynt að ræða þetta við hann og hann segist alltaf ætla reyna bæta sig, en svo einhvern veginn gerist ekki neitt... Svo er það ekki eina vandamálið, þar sem við erum frekar ólík, viljum svona sitthvora hlutina í lífinu eins og staðan er ákkúrat núna, en viljum samt það sama í framtíðinni. Þ.e. við værum ágæt saman eftir svona 5 ár...
En þetta er komið út í það að ég er eiginlega hætt að vera "hrifin" af honum... Og það er í rauninni langt síðan ég hætti að vera hrifin af honum. Og ég hef sagt honum það, samt gerðist ekki neitt sem kom frá honum til að reyna hrista aðeins upp í hlutunum, þ.e. til að reyna "vinna" hrfninguna mína aftur....
Veit þetta hljómar frekar hallærislega að segja þetta svona, en ég held, eða eiginlega veit, að hann er mun hrifnari af mér en ég af honum, bæði andlega og kynferðislega. Hann er mjög ánægður með mig bæði útlitslega og kynferðislega og er mjög hrifinn af mér (það er greinilegt), en samt finnst mér hann ekki leggja sig fram til að sýna mér það eða til þess einfaldlega að halda í mig... Hann segist elska mig og allt það, en ég er alltaf að bíða eftir því að hann sýni mér það almennilega.
Við höfum auðvitað átt okkar hæðir og lægðir, en undanfarið ár hefur allt bara verið eitthvað svo glatað... Það er svo stutt í rifrildin og særindin sem við höfum gert við hvort annað. Hann segist oft ætla gera hluti sem hann stendur svo ekki við (eins og t.d. að reyna finna sér vinnu þar sem ég bý, svo bara beilaði hann allt í einu á því og við enduðum í fjarsambandi í hálft ár vegna þess) og ég er eiginlega hætt að treysta honum... Og trúiði mér þegar ég segi að ég hafi reynt að tala um þetta allt við hann?
Ég hef sagt honum að ég sé hætt að vera hrifin af honum (ég auðvitað elska hann bara, get ekki ímyndað mér að missa hann úr lífi mínu) og að ég treysti honum ekki lengur, þar sem hann hefur logið að mér og flúið úr aðstæðum sem við vorum bæði ábyrg í og skilið mig eftir í skít út af því... En samt hef ég ekki séð neitt áberandi "Fyrirgefðu" eða neitt í alvöru action... bara orð.
Og ég veit alveg að ég er ekki fullkomin í þessu sambandi, ég hef alveg hagað mér eins og asni stundum, en þetta vandamál er bara orðið svo djúpt hjá mér (og þetta er mjög einfaldað hérna... kemur eflaust kjánalega út) að ég ég bara búin að missa móðin yfir þessu sambandi. Ég er í alvörunni búin að hugsa um að hætta með honum undanfarið ár.
En fyrir mér er þetta miklu meira en bara að hætta saman, hann er besti vinur minn, við eigum fullt af hlutum og dýrum saman, okkur líður vel saman og allt það... En ég bara er orðin andlaus í þessu sambandi. Og ég veit ekki hvort það sé út af því að þetta sé bara komið gott hjá okkur eða hvort ég haldi að grasið sé eitthvað grænna hinum megin. Ég veit ekkert hvert ég á að snúa mér eða hvað ég á að gera... Ég er svona sucker fyrir rómantík og vill í alvöru trúa því að þetta sé ekki það eina sem maður getur fengið... Mér þykir svo innilega vænt um þennan strák og fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um að þetta gæti verið búið, en ég veit ekki hvort ég höndla þetta lengur. Ég er ekki lengur andlega í þessu sambandi, það er allt orðið svo áhugalaust hjá okkur, bara minnstu samræður eru orðnar leiðinlegar...
Ég er í skóla annarsstaðar á landinu en hann og hann kaus það sjálfur að verða eftir. Alltaf þegar við heyrumst í síma, þá er þetta bara eins og að tala við foreldra sína, það er álíka áhugalaust... Ég er bara í mestu tilvistarkreppu lífs míns með þetta, ég bara get ekki ímyndað mér að tala bara við hann eins og ókunnugan eftir að hafa treyst honum fyrir öllu í mínu lífi undanfarið 2,5 ár... Mér þykir svo vænt um hann og tilhugsunin um að missa besta vin sinn er óhugnanleg...
Ég vona að eitthvað af þessu sé skiljanlegt og ekki of mikil romsa, ég biðst bara afsökunar á því. Ég vona bara að einhver geti gefið mér hlutlausar ráðleggingar um hvort ég sé vangefin og sé bara að halda að grasið sé grænna hinum megin, eða hvort þetta sé bara dauðadæmt...