Í raun er rómantík heil stefna. Hana er að mestu leiti
að finna í bókmenntum. Það hjálpar svolítið að skilgreina
í leiðinni hvað rómantík er EKKI.
Besta skilgreiningin sem þú finnur er líklega að segja að
rómantík snúist um að finna hið “fallega” í hlutunum.
Hún fókusar á hlutina eins og þeir ERU en þó ólíkt raunsæis-
stefnunni leitar hún eftir fegurð. Raunsæisstefnan leitar
eftir hlutleysi og felur ekkert álit í sér.
Fyrir rómantíska er hún því frekar bragdauf.
Svo er vísindalega viðhorfið, sem stangast á mörgu leyti
á við rómantík. Ímyndaðu þér að þú sért a horfa á mótorhjól.
Rómantíska viðhorfið segir þér að það sé ljótt og því
ekkert merkilegt við það. Raunsæislega viðhorfið segir þér:
Það er illa frið og mun ekki keyra á næstunni.
Vísindalega viðhorfið beinir sér frekar að “conceptinu”.
Sem sagt: þetta er mótorhjól. Það er ekkert raunverulegra
“þarna” en það er í huga mér. Og því einbeiti ég mér að
því hvernig það VIRKAR. Bensíntankurinn sér því fyrir orku,
stýrir beinir því í rétta átt, það keyrir með því að allir
hlutir þess vinna saman. Ég hrífst að því hvernig það VIRKAR,
ekki hvernig það lítur út. Þess vegna er það raunverulegt í
huga mér.
Vissulega má sjá fegurðina í því hvernig hjólið VIRKAR og
því er vísindalega viðhorfið ekki allslaust við rómantískt
viðhorf. En það greinir þó alltaf á: vísindalega viðhorfið
er hárnákvæmt og leyfir engar tilfinningar, þeir sem þekkja
þetta viðhorf mest vita að slíkt getur leitt þá í ógöngur.
Þetta fer í taugarnar á rómantísku mannsekjunni, því annað
einkenni rómantíkur er “hin frjálsa sköpunargleði”, þar
sem hvergi er haldið aftur af hugsjónum of andagift og allri
fegurðinni sem þar ríkir. Vísindalega viðhorfið heldur aftur
af þessari sköpunargleði og reynir að binda hana í sinn
kerfisbundna ljótleika.
Vísindlega viðhorfið dæmir þetta sem lauslæti.
Ævintýri eru fullkomlega rómantísk. En ég ætla ekki að
útskýra það, það væri aðeins gert með vísindlegum hætti,
reynið að SJÁ ævintýrin fyrir ykkur og alla rómantíkina sem
í þeim býr.
rómantík { fegurð, sköðunargleði, hamingja }<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”