Jamm ég hætti með kellunni minni fyrir solitlu síðan, og það versta er að hún vill ekki segja mér af hverju hún hætti með mér.
Eina svarið sem ég fæ er “þú átt engan rétt á að vita það” og “ég þarf ekki að útskýra neitt fyrir þér” eins og að hún haldi að hún sé einhver stórstjarna.
Síðan heyrði ég það að daginn eftir eða nokkrum dögum seinna var hún kominn með nýjan (sem ég tel gott á hana því að drengurinn er algjör viðbjóður, og ekki er ég sá eini sem finnst það heldur öllum sem að umgangast hann, ég held að hún byrjaði með honum vegna þess að hún gat það og varð bara að vera með einhverjum)
En verst af öllu er að henni virðist allt í einu vera drullusama um mann eftir næstum 2 ár.
Og hvað er málið ? Má maður ekki vera pirraður út í stelpur ?
Sko fyrr um þennan dag sem ég hætti með henni varð ég mjög pirraður út í hana, þótt að ég hafi ekkert sýnt henni það neitt mikið.
Svo sagði ég henni afhverju ég var pirraður (sem var ekkert svo merkilegt en pirrandi samt).
Svo um kvöldið fæ ég sms frá henni “ég held að þetta samband sé búið” og ég sem á ekki inneign hleyp eins og ég get út í spöng í grafarvogi og ætla að kaupa mér inneign en þessi búlla sem er þar selur ekki talfrelsi svo ég fer í ÓB sjoppuna þar rétt hjá, ekki selja þeir heldur talfrelsi svo ég þurfti að hlaupa út í rimahverfi í “orm ráðgjafa” eða hvað sem það heitir og fékk loks inneign þar, alls tóku þessi hlaup mig 10 mín enda var ég algjörlega búinn eftir á.
Svo reyni ég að hringja og hringja en alltaf er slökkt á símanum hennar (pælí hugleysingja að geta ekki talað við mann) og svo loksins næ ég sambandi við hana kl. 2 um nóttina, og hún blaðrar einhverja tóma steypu (eins og versta gelgja) og hún segist ætla tala við mig daginn eftir.
Svo næ ég sambandi við hana daginn eftir og spyr hana hvort hún vilji ekki koma yfir til mín að tala við mig, og hún segist alltaf ætla að koma eftir 10 mín. sem hún gerir auðvitað ekki.
Svo tala ég við hana seinna og spyr hvort hún vilji ekki gefa mér annað tækifæri, en hún segir nei og segist hafa gefið mér 2 tækifæri áður(sem er kjaftæði því við höfðum hætt 2svar áður saman og það var alltaf hún sem hringdi til baka og gjörsamlega grátbað mig um að taka sig aftur).
Hún getur ekki sagt mér af hverju hún hætti með mér…. en hún getur sagt öllum öðrum það, eru stelpur svona rosalega eigingjarnar og sjálfselskar að þær hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér og geta ekki hugsað hvernig öðrum líður ? þúst… að geta ekki hrækt útúr sér nokkrum skitnum orðum fyrir mann…..
Hún sagðist margoft ætla að koma eftir 15 mín til manns og tala við mann en gerði það auðvitað ekki, svo loksins sagði hún “ég þarf ekki að útskýra neitt fyrir þér” síðan sagði ég við hana að ég ætti nú nokkurn veginn rétt á því að fá að vita af hverju hún hætti með mér, ég var nú jú með henni í næstum 2 ár (eða var ég kannski aldrei hluti af sambandinu, manni líður þannig) og þá fékk ég svarið “Ertu með réttindaskírteini eða ?” *gelgj*
Hversu aumkunarverðar geta þær orðið ?
Ég hef valdið ástarsorg..
Og það var alveg hræðilegt að þurfa þess.. Ég var búin að vera með kærastanum mínum í 1 og 1/2 ár, og síðasta hálfa árið var þetta bara ekkert búið að vera að ganga upp.. Ég sagði honum upp alveg eins vel og ég mögulega gat, reyndi allt til að vera góð við hann, reyndi að útskýra fyrir honum að ég elskaði hann ennþá þetta hefði bara ekki gengið upp, hann sæi það sjálfur. Og sagði honum líka að ég vildi helst geta átt hann sem vin..
Og ótrúlegt en satt þá gekk það upp, hann var alveg ónýtur (og reyndar ég líka) í 2-3 mánuði (það eru 4 mánuðir síðan) en ég gerði bara allt sem ég gat fyrir hann á meðan, og hann hringdi í mig til að spjalla um það hvað honum liði illa.. Og núna erum við bestu vinir, og ég gæti vel trúað því að við myndum byrja saman einhverntíman aftur..
-Zuela<br><br>-Zuela
0
ef fólk elskar hvort annað af hverju er það að hætta saman þá ?
Er þetta eitthvað svona stelpu-thing að reyna að líkja eftir dawsons creek þátt eða eitthvað ?
Skil það ekki alveg….
Ég skil ekki eitthvað svona “Ég elska þig, en þetta gengur ekki upp”
Ef fólk elskar hvort annað þá er það að ganga upp….
0
Þetta er ekki alltaf svo einfalt Sykur.. Því miður.. Ég tildæmis fann að ég var ALLTAF pirruð og hundleiðinleg við kærastann minn, ég veit ekki afhverju, það var bara þannig og það gerði það að verkum að hann varð pirraður og leiðinlegur við mig.. Og þar sem ég elskaði hann þá vildi ég ekki að hann þyrfti að þola það lengur. Ég veit að það var erfitt fyrir hann þegar við hættum saman, en til lengri tíma litið var það samt betra heldur en að láta hann lifa með þessum pirring endalaust..
-Zuela
0