Já mikið rétt- ég er voða skrítinn í samskiptum við fólk og þá meina ég ekki endilega hitt kynið heldur bara fólk yfir höfuð.
Ég á mjög erfitt með að halda mig við einhverja eina týpu - ég er voða mismunandi dag frá degi. Ég “held” að ég sé að prufa mig eitthvað áfram í hinum og þessum “karakterum”. Flest ykkar hugsa sennilega að segja “vertu bara þú sjálfur” en.. nah I don´t think so. Ég er neblega dáldið leiðinlegur nei ok þetta var plat. En mér finnst samt dáldið gaman að vera svona eiginlega í karakter- einhver útrás innifalin í þessu öllu saman - og prófa hvað virkar á hverja og svoleiðis. Það er líka þannig mál með vexti að ég tilheyri eiginlega nokkrum mismunandi vinahópum sem eru allir frekar frábrugðnir og það myndi voða lítið ganga að vera Týpa-1 í Hóp-2…

Hvað varðar hitt kynið er ég frekar lélegur að “næla” í stelpur. Ég hef reyndar verið í þónokkuð mörgum samböndum en þegar ég hugsa til baka þá “náði” ég eiginlega ekkert í þær. Það bara gerðist einhvernveginn að við byrjuðum saman ??? Kannski er ég bara með alzheimer-lights.

Allavega einhver annar í svona karaktera pælingum??