Ég hef velt því dáldið fyrir mér uppá síðkastið, verandi sjálf hamingjusamlega einhleyp, hvað það er að vera einhleyp/ur á Íslandi í dag. Ég fæ það oft á tilfinninguna að fólk haldi að það sé eitthvað verulega mikið að mér, þar sem að ég er ekki í sambandi og er ekki að sækjast eftir því. Málið er að ég ákvað það að ég hefði ekki tíma eða áhuga á svona týpísku “sambandi” í bili. Og hef ekki hitt neinn enn sem gæti mögulega fengið mig til að skipta um skoðun.
Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki áhuga á því að umgangast hitt kynið, ég hefði ekkert á móti því að “deita” eða eiga einhver ævintýr. En málið er það, að mér finnst vanta svolítið uppá að til staðar sé heiðarlegt viðhorf til slíkra hluta í samfélaginu. Veit einhver hvað ég á við? Það er eins og það sé engin afgerandi “deit”-menning til staðar. Mér finnst alltaf vera einhver pressa á mér ef ég fer út með einhverjum náunga, eða hitti einhvern. Að ef ég hef ekki í hyggju að reyna að gera eitthvað alvarlegt úr þessu, þá eigi ég bara að sleppa því. Hvað er að svona “casual”-umgengni, miðað við að skemmta sér saman, hvað sem verður? Það virðast vera allskonar komplexar í gangi. Mér finnst líka fólk taka það svo óþarflega nærri sér, ef maður hefur ekki áhuga, kanski eftir eina kvöldstund. Maður á að hafa alveg hrikalegt samviskubit yfir að taka ekki bara fyrsta gæjanum sem sýnir áhuga og vera bara þvílíkt þakklát fyrir að einhver vilji mann. KommON! Mér finnst ég bara hreinlega ekki þurfa að flýta mér, eða sætta mig við eitt eða neitt. Mér finnst dáldið erfitt að vera einhleyp í dag, þótt að ég hafi valið mér það sjálf. Er ég að ímynda mér þetta, eða skilur einhver hvað ég er að fara?
Kveðjur, Lynx ;)