Jáá.. Ég kýs að gera engar róttækar breytingar á útliti mínu því ég er bara tiltölulega sáttur við það hvernig ég lít út.. Jújú, vissulega getur líkaminn litið aðeins meira “athletic” út enda er ég að vinna í því, enda elska ég íþróttir og vill líta út á þann hátt sem endurspeglar það sem ég er, íþróttaáhugamaður.
Það eru ekki allar sætar stelpur þannig að þær muni nota mann. Þennan póst skrifaði ég svona í smá útrásarkasti eftir að ég sagði við stelpu sem ég er búinn að tala við í svolítinn tíma að ég hefði áhuga á að bjóða henni eitthvað meira en hún sagðist ekki vilja nokkurt annað en vináttu.
Hinsvegar varðandi það að þær ætli að nota mann, ég er ekki mikið fyrir það að stunda kynlíf með hverri sem er. Ég er ekki að leita að svoleiðis, ég er að leita að stelpu sem ég vonandi get eytt ævinni með. En ég hef alltaf lent í það sem þær kalla “friend-zone”. Hugsanlega er ég “of nice” einstaklingur, ég veit það ekki, það getur vel verið, en stelpur vilja oft kalla mig krútt og eitthvað svoleiðis sem ég fýla ekki beint. :P