Ertu viss um það?
Hún reyndar orðar þetta kannski ekki mjög ítarlega, sem gerir það að verkum að fólk túlkar hana kannski á vitlausan hátt, en ég held að ég viti alveg hvað hún meinar.
Kemur það eitthvað á óvart að það séu fleiri karlmenn í stjórnunar- og/eða valdastöðum heldur en konur?
Ég hef margoft pælt í þessu og ég held að það sé einföld skýring á þessu. Við erum dýrategund. Fólk á það kannski til að gleyma þeirri staðreynd, en við erum dýr alveg eins og apar og kettir eru dýr, nema það að í gegnum tíðina höfum við tekið upp og þróað heilan helling af siðferðisreglun, skrifuðum og óskrifuðum. Þegar stórar og flóknar lífverur(ekki bakteríur ofl.) eins og til dæmis ljón stunda mök þá sér maður nánast alltaf karldýrið vera “dóminerandi” og kvendýrið “undirgefið”, ég held að það sé nokkuð þekkt fyrirbæri í náttúrunni þótt frávik séu til staðar. Auðvitað eru til konur sem fíla að vera dóminerandi í kynlífi og karlmenn sem fíla að vera undirgefnir, en það eru frávik leyfi ég mér að halda. Ef allar konur í heiminum væru spurðar hvort þær fíluðu, þá myndi ég halda að langflestar konur fíluðu þegar karlmaðurinn væri dóminerandi í kynlífinu frekar en öfugt.
Kynlíf eru auðvitað partur af lífi allra fullorðna, langflestra allavega. Nú, þegar það kemur að vinnumarkaðnum þá gilda auðvitað margar reglur, skrifaðar og óskrifaðar en þegar það kemur að stjórnun þá kemur það mér ekkert á óvart að karlmenn séu í meirihluta.
Langflestir karlmenn vilja vera yfir í kynlífi og þar af leiðandi er tilhneyging hjá þeim að vera í góðu og vel launuðu starfi. Þegar allt kemur til alls finnst mörgum konum það vera sexy.
Langflestar konur vilja vera undir í kynlífi og þar af leiðandi er minni tilhneyging hjá þeim til þess að “stjórna”, til dæmis á vinnumarkaði.
En auðvitað er þetta að breytast smátt og smátt. Ég tel til dæmis nauðsynlegt að hafa kvenmenn í stjórnun allra banka og helst margar. Eins við Íslendingar vitum þá er banki eitthvað sem reka skal skynsamlega, ég meina ef meirihluti stjórnarinnar í öllum íslensku bönkunum fyrir hrun hefðu verið konur, hefði farið jafn illa og gerði?