Yrðirðu líka öfundsjúkur ef hún væri að hitta einhvern strákavin sem væri ekki fyrrverandi? Allavega, besta vinkona mín er fyrrverandi kærastan mín og hvað okkur varðar væri engin ástæða til að halda að við myndum gera eitthvað, en ég skil fullvel hvers vegna þér finnst þetta óþægilegt. Mín ræfilslegu ráð eru:
Treystu henni. Ef hún heldur framhjá þér er nokkuð ljóst að hún er ekki traustsins virði hvort eð er. Ættir þú að sætta þig við kærustu sem þú getur ekki treyst, einfaldlega vegna þess að það vill aldrei þannig til að hún sé í aðstæðum þar sem hún getur brugðist traustinu?
Talaðu um hvernig þér líður, án þess að banna henni eitt eða neitt. Tjáðu henni hvað þér finnst vera óþægilegt og hvers vegna, án þess að skipa henni hvað hún má og má ekki gera. Ekki reyna að stjórna henni með skapsveiflum heldur, t.d. fara í fýlu þegar hún hittir hann og vera ánægður þegar hún hittir hann ekki. Slík hegðun jaðrar við andlegt ofbeldi og á eftir að enda með ósköpum hvernig sem fer.
Spurðu hana hvernig henni líður, hvort það séu einhverjar tilfinningar eftir í spilinu, hvernig sambandsslitunum bar upp, o.s.frv. Það gæti varpað ljósi á hvers vegna þau vilja ennþá vera vinir og gefið þér aukinn skilning. Ekki rífast, jafnvel þó að þér líki ekki alltaf svörin. Athugaðu að hún hefur rétt á að tala ekki um ákveðna hluti, þannig að ekki hnýsast, en ef hún lýgur nokkurn tíman um eitthvað eins og að hafa hitt hann eða hvað þau gera saman er það rautt flagg um að eitthvað sé ekki í lagi.
Kynnstu honum, þá verður hann ekki jafn ógnandi. Getið mögulega talað við hann um þetta ef það hjálpar þér að líða betur, en ef í ljós kemur að hann er eins og einn “vinur” fyrrverandi kærustu minnar, sem var að reyna við hana og baktala mig, hefur þú fullan rétt á að vera ekki sáttur. Svoleiðis kjaftæði er ekki í lagi.