Okay, ég þarf bara hreinskilið og hlutlaust álit.
Ég var að byrja að deita þennan gaur. Mér finnst hann voða fínn, hann kemur almennilega fram við mig, er frekar ofvirkur persónuleiki, sem mér finnst ágætt þar sem ég er algjör andstæða og ég held að við drögum bara það besta fram í hvort öðru. Ég hef ekki heyrt að hann sé einhver player og trúi að hann sé góður strákur inn við beinið.
Ég veit reyndar að hann hefur verið í grasi, svona af og til. En það er alls ekki oft! Og sjálfur segist hann allsekki vera háður því. Það gerist mesta lagi einu sinni í mánuði, þá í staðinn fyrir að drekka. Það er ekkert mál fyrir hann að sleppa þessu og hann ætlar að gera það.
Þar sem ég veit að þetta er ekki framtíðar eiginmaður, er mér sama þótt hann hafi verið í eitthvað aðeins í þessu áður en við fórum eitthvað að deita.
Vinkonur mínar virðast hinsvegar sjá allt öfugt við hann, þola hann bara ekki. En gefa síðan enga alvöru ástæðu afhverju. Samband mitt milli þeirra hefur versnað, og einhvernvegin sýnist mér að þeim finnnist eini sénsinn til að allt verði gott er að ég hætti að hitta hann.
Mig langar það bara engan vegin, en á sama tíma myndi ég aldrei gefa upp vináttu fyrir strák.
Finnst þetta svo fáránlega pirrandi þar sem ég þooooli ekki drama, og ég hata að vera föst í einhverju svona, og “þurfa síðan að velja”…

Vil bara fá skoðanir annarra á þessu ‘vandamáli’.. Mér finnst ekki að þetta þurfi að vera eitthvað vesen..
En..
What to do?