Ég og mín höfum verið saman í fjögur ár og trúlofuð í tvö. Þetta hefur verið mjög góður tími þartil fyrir rúmu ári síðan, þá fór hún að fjarlægjast mig einhvern veginn, hún er engan veginn jafn hress og skemmtileg og hún á að sér, nennir ekki nokkrum sköpuðum hlut, lætur eins og það eigi að fara að draga úr henni tennurnar ef ég reyni að draga hana með í eitthvað. Hangir bara á netinu og horfir á sjónvarpið og hefur þyngst töluvert. Það þykir gott ef við sofum saman þrisvar til fimm sinnum í mánuði. Þegar ég reyni að ræða þetta við hana þá vill hún ekkert segja, fyrst hafði ég áhyggjur af því hvort hún væri að berjast við eitthvað þunglyndi en ekki vill hún meina það að henni líði illa. Nú er ég orðinn þreyttur á þessu og farinn að spá af hverju ég er að standa í þessu helvíti. Mér finnst ég of ungur til þessa að eyða tíma í svona bull. Hún er mér allt en ég er að fá nóg. Við höfum hvorugt náð 25 ára aldri.
Takk, takk.
yup.