Basicly er ég háskólanemi og hef alltaf verið solid námsmaður þrátt fyrir ADHD, tourettes og þunglyndi. Ég er mjög latur en hef samt alltaf náð að halda mér í vinnu nógu lengi til að eiga pening og hef verið mjög heppinn með vinnustaði, þannig að ég hef unnið mér inn alveg um 2 milljónir á síðustu 4-5 sumrum en á lítið eftir útaf fylleríum, húsgagnakaupum, utanlandareisum og svona dóti.
Ég á stóran vinahóp og er ‘einn af strákunum’ þar sem ég á
svona 5 mjög nána vini og alveg fullt af félögum, og ég á slatta af kvenkyns vinum og helmingur þeirra eru örugglega kærustur vina minna. Ég djamma reglulega, hef gert allan andskotann með ‘strákunum’ en það sem greinir okkur aðallega að er að ég er feitur en ekki þeir.
Ég er frekar sjálfsóöruggur og hljóðlátur þegar það eru stelpur í kringum mig en oftar en ekki kemst ég í gírinn þegar það er byrjað að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á, verð oftast miðpunktur athyglinnar og eignast stelpuvini en (eiginlega) aldrei nein sem fer alla leið með mér … eða don't get me wrong, hef alveg farið alla leið með stelpu en skulum bara segja að það gerist ekki oft. Í þessi fáu skipti þá var alltaf einhver sem ‘wingaði’ fyrir mig áður en ég talaði við stelpuna, og þetta hafa alltaf verið stelpur sem eru alveg 7+ meðan ég kemst ekki nálægt 7 útlitslega séð… hef aldrei talað við ‘ljóta’ stelpu, veit ekki af hverju, þær byrja aldrei samræður og ég byrja ekki samræður við þær. Standardinn minn er samt alveg virkilega lár, mér finnast langflestar stelpur sætar, en ég geri mér alveg grein fyrir hvar þær eru á 0-10 skalanum hjá félögum mínum.
Þannig að nú, eins og ég sé þetta, eru 4 möguleikar í stöðunni:
1) Ég hef ég alltaf lent í ‘materialistic girls’
2) Stelpur á huga endurspegla ekki hugsanir meirihluta stelpna á landinu
3) Ég er einfaldlega fáránlega ljótur
4) Ég er einfaldlega fáránlega leiðinlegur
Einhvers konar möguleika-kombó er alveg í dæminu líka=)!
Ég er