Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera í sambandi með kærastanum mínum í rúmlega ár. Við bjuggum þó í sitthvorum landshlutanum, ég á höfuðborgarsvæðinu og hann út á landi.
Við erum eiginlega búin að vera óaðskiljanleg frá því að við byrjuðum saman, t.d. hef ég búið heima hjá honum (hjá foreldrum hans já) og hann heima hjá mér (og mínum foreldrum).
Hann er ekki beint þessi rómantíska týpa sem ber mann á höndum sér, hann er meira svona “til baka” týpan og er ekkert mikið fyrir að koma manni á óvart og svona bíómyndarómó eitthvað. Hann hefur þó átt sínar stundir… en satt best að segja er búið að líða ansi langt síðan seinast…
Málið er bara að ég er ósátt við hvað mér finnst hann ekki sýna það nóg í verki að hann sé hrifinn af mér/elski mig. Hann talar alveg þannig, en svo einhvernveginn þegar á hólminn er komið, þá verð ég fyrir vonbrigðum með viðbrögð hans eða “aðgerðaleysi”…
Hann er líka mjög frumkvæðalaus í sambandinu, ef ég vil gera eitthvað skemmtilegt og breyta til aðeins, þá þarf ég að stinga upp á því og í raun ákveða hvað við gerum… það er ekkert svona frumkvæði frá honum með það. Honum dettur ekki í hug að bjóða mér í bíltúr eitthvert eða eitthvað, heldur þarf ég að bjóða honum.
Einnig finnst mér stundum eins og ég sé ein að reyna halda þessu sambandi eitthvað gangandi, með því að viðhalda rómantíkinni, “spennunni” og gamaninu… Og ég bara þoli það ekki lengur. Ég hef talað við hann um þetta og hann lofar betrum og bótum en einhvern veginn sé ég aldrei svona drastíska breytingu hjá honum eða á hans hugsunarhætti eins og ég myndi ímynda mér að ég myndi gera ef hann færi að tala við mig á sömu nótum og ég hef gert við hann.
Ég veit þó samt að hann vill ekki hætta saman, við höfum eins og flest pör átt okkar ups and downs og höfum “hætt svona saman” eða farið í “pásu” og hefur það yfirleitt verið fyrir mína tilstilli, þ.e. ég er komin með nóg.
Þrátt fyrir það höfum við alltaf sæst og byrjað aftur saman, svo er sambandið gott stuttu eftir það en fer síðan aftur í sama farið, og mér finnst hann aldrei “get the hint” ef ég sýni einhverja óánægðu. Hann gerir ekki sitt besta til að bæta það sem mér finnst að (jafnvel þó hann viti alveg hvað er að), án þess að ég þurfi að fara tala um það og gera einhverja sérstaka ceremónóíu út af því…
Ég elska þennan strák og ég sé okkur saman í framtíðinni, don't get me wrong… En undanfarið hef ég verið að fá efasemdir um þetta ef þetta á bara alltaf eftir að verða svona… lagast eftir að ég er búin að gera eitthvað drama út af einhverju og svo stuttu seinna fer það bara í sama farið…
Ég er ekki að segja að þetta sé allt honum að kenna, ég er auðvitað ekki gallalaus og á það til að gera of mikið úr hlutunum. En ég er bara ekki sátt í þessu sambandi eins og er, en mér finnst þessi strákur of dýrmætur til að bara “let him go”…
Og ég veit bara ekkert hvað ég vill lengur… ég vill ekki missa hann en ég vill heldur ekki vera í sambandi sem gengur svona svakalega mikið “up and down”…
Og mér finnst hann heldur ekkert gera til að hjálpa til að “blása í glæðurnar”… ég þarf liggur við að segja honum að fara í sturtu og gera eitthvað við sjálfan sig, eins og “væri ekki sniðugt fyrir þig að fara raka þig?”
Hann er ekki mikið að “tæla” mig, eins og ég hef margoft gert fyrir hann og verið að reyna halda spennunni í “einkalífinu” okkar… eins og með því að kaupa eh svona “rúmfræðisdót” upp á sitt eigið fordæmi og koma mér á óvart eins og ég hef gert…
Ekki halda að hann sé geðveikt áhugalaus, reyndar er það ég sem er bara orðin frekar áhugalaus á þessu, þar sem mér finnst hann aldrei reyna neitt til að koma mér til, nema bara kyssa mig og eh the usual stuff…
Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera… á ég bara að gefast upp ?
Ég veit alveg að ég vill ekki gefast upp, en er það eina sem ég get gert í stöðunni? =/
Ég veit líka alveg að hann vill ekki hætta með mér, en hann virðist bara ekki fatta það að ég verði stundum að fá smá örvun frá honum í þessu sambandi.. hann verður bara alltaf hissa eða pirraður á því ef ég er eitthvað down eða pirruð á einhverju sem viðkemur okkur.
Er þetta kannski bara áhugaleysi frá honum eða geta strákar í alvöru verið svona “numb” á þetta en samt viljað vera með manni og segjast elska mann…?
Þurfti bara aðeins að pústa… eflaust hljómar margt af þessu verra en það raunverulega er, en ég þurfti bara að koma þessu frá mér. Mér er bara búið að líða svo leiðinlega út af þessu, að vera með einhverjar efasemdarhugsanir um þetta samband… því ég vill þennan strák og þetta samaband… bara með smá lagfæringum…