Segjum sem svo að Gunna og Jón fara heim saman eftir að hafa kynnst á djamminu (eins og gengur og gerist á Íslandi)
Planið var upphaflega aldrei að þau myndu fara heim saman, en einhvernveginn þróaðist það þannig, þó svo að samfarir var eitthvað sem var ekki inni í myndinni, heldur frekar kelerí og káf…
Aftur leiddi eitt að öðru og Gunna og Jón sofa saman heima hjá Jóni. En Jón vill ekki að hún fari heim, og fær hana til að gista yfir nóttina, þrátt fyrir að ástarleikir kæmu þar ekkert við sögu, bara kúr.
Þegar morguninn kemur upp, keyrir Jón Gunnu heim eins og sannur herramaður, fær númerið hjá Gunnu og segir síðan “ég heyri í þér” og þau kyssast, og Gunna fer heim.
1) Finnst ykkur hugurum einhver ástæða til þess að Jón ætti ekki að hringja í Gunnu eftir þessa nótt?
Er það bara eðlilegt?
Jafnvel þó að Jón viti nú nokkurnveginn að ef hann hringi og þau myndu hittast, væri það varla neitt annað en kynlíf.
2) Hversu langur er eðlilegt að líði þangað til að hann hringir? (aftur… varla neitt annað en kynlíf í boði)
3) Er Jón bara hræddur um að ef hann hafi samband, þá haldi Gunna að það muni verða einhver rómantík í spilinu?
4) Er það yfirleitt venjan að eftir einnar nætur gaman, þá hafi hvorugur aðilinn samband, þrátt fyrir að segjast ætla að gera það?
5) Ætti Gunna að reyna að hafa samband við Jón (þó að hún hafi ekki númerið hans), til að láta hann vita að hún vilji aðra nótt án skuldbindinga?
Ég sjálf hef aldrei átt One night stand, en vinkona mín hefur það hinsvegar og hún hefur pælt alveg mjög mikið í þessu :)