Það hafa örugglega komið milljón svona þræðir hingað. En mig langar samt að væla …
Ég er 22 ára stelpa sem hef aldrei verið í alvarlegu sambandi. Ég hef verið í smá samböndum sem höfðu enga meiningu og enduðu fljótt. Ég á mjög auðvelt með að tala við stráka, auðveldara en stelpur, og á mjög auðvelt með að eignast nána strakavini. Ég er líka ekkert of picky og fíla yfirleitt ekki vinsælustu týpurnar, er meira fyrir skrítnu gaurana sem enginn vill (eða þora ekki/þykjast ekki vilja).
Ég hef stundum pælt í því hvað er að, en ég finn enga ástæðu … Kannski er ég leiðinleg án þess að vita af því, kannski er ég bara óheppin … Ég er allavega orðin frekar leið á því að leita og eiginlega að gefast upp. Það er heldur ekki að virka fyrir mig.
Þurfa kannski sumir bara að bíða lengur en aðrir?