Málið er að ég og kærastan mín erum búin að vera saman í nánast ár og þetta er alltaf búið að vera ups and downs eins og eðlilegt er.
Vandmálið er að ég er búinn að vera pæla í því alltaf inn á milli hvort það sé þess virði að vera í sambandi svona ung (16).
Síðast liðinn mánuð hef ég verið að íhuga þetta mjög alvarlega, að enda þetta þar að segja.
Ég er búinn að ræða þetta við hana en hún vill gera hvað sem er til að halda sambandinu gangandi en mér finnst samt eins og ég sé bara í þessu af hálfum hug.
Ef það er annað hvort chill með strákunum vel ég það yfir það að hanga uppí rúmi og horfa á myndir allann liðlangann daginn. Hvað er til ráðs?
Ég hef það eitthvern veginn ekki í mér að slíta þessu þegar hún er að gera allt sem hún getur til að þetta virki, þó mér finnist það ekki ganga eins og áður.
Hvað er til ráðs?

Takk