Sæll Paze,
Að mínu mati fer það eftir hvað þú meinar með “að clicka” og “get ekki verið alveg ég sjálfur”.
Hvernig geturu ekki verið “þú sjálfur?”. Stundum erum “við sjálf” eitthvað sem mætti alveg laga í eigin fari. Að vera “maður sjálfur” þarf ekki að vera jákvætt ef hegðunin sem því fylgir er eitthvað sem mætti betrumbæta, t.d. þú of stríðinn, of mislyndur o.s.frv.
Að vera maður sjálfur, er mikil klisja sem fólk þykir oft hljóma voða vel. Í henni gleymist hinsvegar oft að það er margt um mann sjálfan sem mætti vera mikið betra - sérstaklega þegar það er svo farið að hafa áhrif á annan einstakling í sambandi.
Farðu því varlega í að ganga að því vísu að allt eigi að smella við “þig sjálfan”. Vertu ávallt gagnrýninn á eigin hegðun og hvort þú getir gert betur, verið tillitssamari, hressari o.s.frv.
Ef þú vilt nákvæmari ráðleggingar legg ég til að þú komir með nákvæmari útlistun á vandanum.
Kv,
R
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard