Ég er í smá vandræðum
Ég er semsé gift og er búin að vera það i næstum 2 ár, ég er 21 og hann er 22. Vandamálið okkar er áfengi. Ég er alin upp af bindindisfólki, en langafi minn, blóðafi minn, langamma, fullt af frændfólki og ein besta vinkona mín eru öll alkóhólistar svo er tendgamamma mín líka alki (og er roasalega mean þegar hún er drukkin). Ég hef alltaf verið viss um að ég muni aldrei viljað drekka og hef aldrei gert það. Einn af hlutunum sem gerðu það að verkum að ég giftist manninum mínum er það að hann hætti að drekka áður en við fórum að vera saman, af trúarlegum (hann drakk soldið meðan hann var 16-17 ára) og það gerði það að verkum að ég var til í að giftast honum. Og hann sagði að hann myndi ekki vilja drekka aftur. En núna eftir 3 ár án þess að drekka segist hann vilja byrja aftur. Ég er rosalega sár og leið yfir þessu en ég get að sjálfsögðu ekki bannað honum neitt. En ég er viss um að ég myndi ekki vilja vera með honum áfram ef hann byrjar aftur. Mér verður líkamlega illt ef ég svo mikið sem hugsa um það. Mínar tilfinningar gagnvart áfengi eru ekki bara einhvað svona “hef ekki séð hvað er gaman við það” heldur meira svona “ég HATA áfengi, ég forðast fólk sem er að drekka sem þýðir að ég vil ekki fara í partí með fólki sem er að drekka mikið”
Er ég ósanngjörn að vilja ekki neitt með þetta hafa þegar hann vissi það fyrirfram og þetta er alveg að misbjóða mínum tilfinningum?
Ætti ég að kyngja mínum sannfæringum og vera með honum áfram ef hann byrjar?
Öll ráð og sjónarhorn eru vel þegin!