Ég er búin að vera með kærastanum mínum í rúma tvo mánuði núna. Sem sagt frekar stutt :p Og hingað til hefur allt verið … já, bara, like a fairy tale.
Svo undanfarið er ég búin að vera ótrúlega… ég veit ekki, viðkvæm fyrir athugasemdum. Það er eins og ég sé ótrúlega óörugg með sjálfa mig allt í einu, og ég tek allt inn á mig. Ég veit ekkert út af hverju þetta er, ég er venjulega ágætlega ánægð með sjálfa mig og bara svona eðlilega örugg með mig. Ég er enginn egóisti en ég er alls ekki vön því að vera svona viðkvæm.
Það er frekar stutt síðan þetta byrjaði en það er búið að versna ótrúlega mikið. Það er eins og ég sé að safna öllum athugasemdum sem ég get tekið illa og ég get ekki gleymt þeim. Þær hanga bara yfir mér og gera mig leiða.
Ég er tvisvar sinnum í vikunni búin að verða bara allt í einu ótrúlega leið og ég vissi varla af hverju. Ég meira að segja gat ekki hugsað mér að stunda kynlíf af því að ég var ekki nógu sátt með það hvernig ég lít út. Það hefur Aldrei gerst! :S
Kærastinn minn tók auðvitað eftir því að það væri eitthvað að en mér finnst svo erfitt að útskýra þetta. Ég sagði honum frá þessu með óöryggið, en það er ekkert sem hann getur gert.
Ég veit að þetta meikar ekki sens, og að mér á ekki að líða svona. En það er eins og það sé ekki nóg að vita það. Hvernig get ég sannfært sjálfa mig? Mig langar svo til þess að laga þetta og jafna mig… asap
Alltaf þegar ég les bók lekur súkkulaði úr Eiffel turninum.