Þurfti endanlega að slíta öllu sambandi við minn fyrrverandi í gær.
Við hættum saman (hættum að hittast) í apríl og síðan þá hef ég ekki heyrt almennilega í honum allan þann tíma, sá hann ekkert seinustu 6 mánuði.
Sem sagt, allt útaf helvítis neyslu sem hann er í.
Þið hafið kannski einhver upplifað það að finna einstakling sem þið vitið innst inni að þið elskið meir en allt jafnvel þó þið sjáið ekkert sérstakt við manneskjuna sem lætur ykkur líða þannig. Og þessi manneskja finnur það sama, en útaf einhverri ástæðu þá getið þið ekki verið saman.
Mér líður eins og ég hafi verið að upplifa dramtískasta og sárasta augnablik lífs míns.
Maður vill standa með ástinni sinni í gegnum allt, sama hvað það er. Þess vegna er svo fokk sárt að þurfa að segja “ég vil ekki að þú hafir meir samband við mig” bara til þess að hætta að bíða eftir því að hann hringi hugsanlega einn daginn, breytist einn daginn, fer í meðferð, komi á msn, sendi e-mail…
…og það er svo sárt að geta ekki lengur haft afsökun til þess að bíða eftir þessu lengur, af því það verður ekkert annað sms, önnur hringing eða spjall á msn.
Það var svakalegt drama í kringum þetta í gær. Hann ætlaði að bjóða mér á tónleika skyndilega(ég hafði ekki heyrt í honum í marga mánuði) og ég var loksins farin að move on með líf mitt (sem þýðir að ég hugsaði um hann einu sinni á dag í staðinn fyrir mörgum sinnum) þegar hann hefur samband.
Ég fæ fiðring í magan, hitna öll og hjartað fer á milljón í hvert skipti sem ég sé hann eða tala við hann. En þegar ég veit að við munum aldrei eiga heilbrigt samband þá er svo erfitt að finna þessar tilfinningar aftur og aftur þegar hann hefur samband. Svo ég sagði við hann að ég gæti ekki meir, ég vildi að hann hefði ekki meir samband við mig.
Við töluðum alveg í klukkutíma saman. Hann sagði mér að hann hefði ekki haft mikið samband af því hann vildi ekki blanda mér í þetta rugl sem hann er í, var aldrei viss hvort það væri sniðugt að hafa samband ef einhverjir væru á eftir honum (hann er með mikla paranoiu útaf gras reykingunum). Við töluðum saman þangað til ég bað hann um að hitta mig, mig langaði að halda utan um hann bara einu sinni, segja bless.
Á leiðinni til mín keyrði hann á bíl á umferðaljósum, stakk af til þess að hitta mig sem fyrst, próflaus á bíl móður sinnar. Ég beið eftir honum í undirgöngum (til að auka dramatíkina þá voru þetta undirgöng sem við hittumst fyrst og vorum að leika okkur að taka myndir). Ég heyrði í honum kalla á mig. Þegar ég sá hann loksins þá langaði mig að henda töskunni minni burt með tölvunni minni í og öllu bara til þess að faðma hann betur. Hann bókstaflega titraði, grátbólgin og í uppnámi (sem ég var líka).
En til að gera langa sögu stutta þá kom lögreglan heim til hans og töluðu við hann, en það fór allt vel og ég hitti hann síðar um kvöldið. Við löbbuðum út í Hraðbanka, hann ætlaði að taka út pening til þess að borga leigubíl sem myndi skutla mér heim. (hann borgaði aldrei fyrir leigubílana sem ég kom á til hans þegar við vorum saman þó hann sagðist ætla að gera það).
Töluðum saman í anddyrinu á bankanum smá tíma, þegar síminn hans hringdi. Frænka hans kom stuttu síðar og hann spurði hana hvort hún nennti að keyra mig upp í Kópavog. Ég sagði bara nei takk, (langaði ekki að sitja í bíl með fólki sem væri að reykja gras). Hann spurði mig hvort við myndum hittast aftur ef hann færi núna, ég sagði nei, þetta væri seinasta skiptið. Þá spurði hann hvort ég myndi áfram vera hérna að tala við hann ef hann væri ekki að fara, ég sagði já, mig langaði að tala við hann meir.
5 mínútum síðar sé ég leigubíl fyrir utan og hann tekur í hendina mína og ég stend á fætur, virkilega hissa að bíllinn sé kominn. Hélt hann hefði viljað tala lengur.
Svo ég sest bara inn í bíl og loka á eftir mér án þess að segja neitt við hann, enþá bara sjokkeruð. En þá opnar hann hurðina og tekur fast utan um mig og segjir að ég hafi verið eina stelpan sem hann hafði nokkurntíma þótt svona vænt um, svo rétti hann leigubílstjóranum 4000 kall (ferðin inn í Kópavog kostaði 2500) og settist inn í bílinn hjá frænku sinni og ég fór að hágráta.
Ég fæ tvö sms frá honum seint um kvöldið, bæði ritgerðalöng. Hann bað mig um að miskilja ekki hvernig hann kvaddi mig, þetta hafði verið erfiðasta bílferð sem hann hafði nokkurntíma átt. Sama hvað ég segði, þá elskaði hann mig meir en allt og ætlaði að reyna eins og hann gæti að fara að ráðum mínum með að koma reglu á líf sitt.
En hvort hann geri það, veit ég ekki…
Ég veit bara að ég get ekki hjálpað honum meir og ég það er ekki í mínum höndum að sjá til þess að hann fari í meðferð, verði alsgáður og öðlist hamingju. Það er eitthvað sem hann þarf að takast á við á eigin vegum.
En það er ömurlegt, að þurfa að enda samband sem hvorugur aðili vill enda.
En ég gæti talað endalaust um það hversu ömurleg þessi tómleika tilfinning er og hvað allt er hreinlega grátt og innantómt í dag, hvað samband okkar var erfitt og sárt, hvað mikið gerðist þó það hafi verið stutt, en ég veit að þetta verður betra.
Veit að þetta var rétta ákvörðunin, þó mér finnist það engan vegin núna. En ég fatta það seinna meir.
afsakið ritgerðina, bara varð að deila þessu…
Vatn er gott