Ég er búin að spjalla við strák (22 ára) sem ég kynntist niðrí bæ síðan á menningarnótt, spjöllum oft á fb chattinu um allt og sms'umst og hann byrjar oft að spjalla á undan og bauð mér á rúntinn loksins fyrir sona 10 dögum c.a. Við höfum oft reynt að hittast og ætlað að hittast niðrí bæ eða á barnum sem hann vinnur á en ég baila alltaf einsog bjáni!..afþví ég kemst ekki eða finn eitthvað skemmtilegra að gera.
Hann er voða hard to get, vinsæll, upptekin og mega sætur gaur ..í 3 vinnum og háskóla og hljómsveit, ég veit að hann er upptekin og sona, hann er ekkert mikið í kvennfólkinu bara oftast með vinum sínum, í ræktinni og þetta..Við tölum oft alveg alvarlega sama um allt milli himins og jarðar og það var rosa gaman að kíkja á rúnt saman og hann hélt áfram að tala mikið við mig eftir það, svona löng innihaldsmikil samtöl, og við erum alltaf sammála með allt og erum ótrúlega lík og bara pössum svo vel saman.. en ég er að pæla hvort hann líti á mig sem vinkonu ?? en ekki stelpu sem honum líst vel á og langar að hitta aftur, sem kannski eh dúllerí eða þúst eh meira? ég er voða sæt stelpa og er nú ekkert vön því að vera sett á friendzone eða að gaur fari svona hægt í hlutina??
Hann hefur 2x sent mér koss í sms og fb chatt og þúst er aldrei með neina perrastæla eða segjir ekki einu sinni ,,sæta '' eða neitt ..og ég skil ekkert í honum, ég er búin að gefa allskonar vísbendingar biðja hann um að hitta mig en hann er bara svo upptekin :/.. hvað á ég að halda?