Datt það í hug fyrir mánuði eða svo að ég væri ekki nógu félagslegur (hippa nördi fellur svo vel inn í samfélagið er það ekki?).
Ég hef reynt og reynt með litlum árangri að bæta “chitchat” hjá mér, en lítið gengur. Kannski vegna þess að ég er með aspergers og veit því ekkert hvernig samskipti (í alvörunni, ég hef ekki hugmynd um þessa hluti og get ómögulega skynjað þá) eiga sér stað utan orða.
Ég hef undanfarið verið að lesa mér mikið til um hvernig á að haga sér í real-life samskiptum, sérstaklega lesið greinar fyrir asperger, og svo virðist sem að höfundar þeirra greina haldi bara að allir viti hvenær augnsamband er nauðsynlegt.
Yfirleitt eitthvað á þessa leið:
Make eye contact when appropriate.
ÉG VÆRI EKKI AÐ LESA ANDSK*** GREININA EF AÐ ÉG VISSI HVENÆR SLÍKT VÆRI VIÐEIGANDI!!!
Svo hvenær er augnsamband viðeigandi?