Þetta getur alltaf verið mjög erfitt ef miklar tilfinningar eru til staðar. Það er hinsvegar spurning hvort sé betra, að taka pásu frá því að eiga samskipti (og þar með eiga á hættu að missa vin) eða láta sem ekkert hafi í skorist (og hugsanlega kveljast yfir tilfinningum sem aldrei verða eitthvað meira).
Mín eigin reynsla af þessu er að ég ákvað að taka pásu frá samskiptum við sitthvora stelpuna á sitthvorum tímanum (nokkur ár á milli atburða) en í bæði skiptin náðum við aldrei að verða eins góðir vinir aftur þegar ég “sneri aftur”.
Ég mun sérstaklega sjá eftir annarri, þar sem ég held nánast að mér hafi þar runnið úr greipum ein sú besta manneskja sem ég hef kynnst.
Svo það er þitt að ákveð hvort sé mikilvægara (eða hvort sé áhættu meira). Valið er hinsvegar ekki auðvelt að minni reynslu.
Það er aðeins 1 líf í boði, svo best er að lifa því með opinn huga. Þýðir hinsvegar ekki að ég þurfi alltaf að vera sammála.