Það fer algjörlega eftir því hvað þú ert að meina með 9/10 og 4/10, ertu að tala um looks eða persónuleika, gáfur eða eitthvað annað? Því að gaur sem er ekkert sérstaklega sætur en með alveg þvílíka persónutöfra getur alveg átt séns í heavy heita gellu sem er samt ógeðslega heimsk, bara dæmi… En auk þess þá er ekki hægt að segja neitt um það hver hefur séns í hvern því að einstaklingur sem að væri talinn geðveikt heitur af flestum getur heillast af einstakling sem að flestum finnst ljótur, en þá er heiti einstaklingurinn bara með annan smekk. Auk þess getur manneskja sem er talin vera ófríð fundist einhver sem talinn er vera fallegur, vera ljótur… Get it? Of langsótt? En það er samt engann veginn hægt að alhæfa eitthvað svona, fólk er svo mismunandi og enginn er out of your league, það er bara manneskjan sjálf sem getur ákveðið sinn smekk, enginn getur ákveðið hann fyrir hana!!!
Stoltasta mamma í heimi! :D