Sælir notendur á /romantik

Ég tók kubbinn minn “Greinar eftir Fróðleiksmola” niður fyrir ekki svo löngu síðan. Ég gleymdi hinsvegar að láta stjórnendur /romantik vita af þessu. Fólk fór svo að kvarta þannig að hann var settur aftur upp. Ég vil hinsvegar taka hann niður í einhvern tíma, bæði til að leyfa nýjum rithöfundum komast betur að, og einnig ber öllum sem skrifa svona að endurmeta hana og fínpússa skrif sín eftir því sem aldur, þroski og menntun færir viðkomandi betri innsýn í það viðfangsefni sem skrifað var um.

Ég mun kannski/eflaust setja kubbinn upp aftur síðar þegar ég er búinn að yfirfara allar greinar þar inni. Hvenær það verður get ég ekki alveg sagt til um.

Á meðan eru tveir fínir dálkahöfundar hér á áhugamálinu, og er það meira en flest áhugamál hafa. Endilega verið dugleg við að svara þeim á kurteisan og uppbyggilegan máta og hjálpa þeim að þróa og bæta skrif sín þannig að allir njóti góðs af.

Kær kveðja,
Ritstjóri/Fróðleiksmoli
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard