Mín hugsun hefur verið í nokkur ár svona..
Drauma stelpan væri með meðal stór brjót, flottan rass, mjög grönn og bla bla allt þetta sem fylgir lýsingum á “fokk heitum gellum” og með góðann persónuleika og eitthvað svoleiðis.
Alltaf þegar ég sá flotta stelpu sagði ég bara fuu langar að ríða þessari, hélt oft að ég væri hrifinn af hinni og þessari bara afþví mér fannst hún svo sæt og hún var með flottan rass og brjóst og allt þetta shit.
Svo fyrir ca. mánuði síðan..
Hitti ég stelpu sem ég virkilega varð hrifinn af.
Sú tilfinning var allt öðruvísi en ég hef verið með til þessara stelpna sem eru “fokk heitar”
Þessi stelpa var fyrst þegar ég sá hana voða venjuleg, líklega ööörrlítið yfir meðal þyngd.. fannst útlitið bara lala pældi ekkert í því.
Svo þegar ég var búinn að kynnast henni (þekki hana nákvæmlega ekki neitt var að hitta hana í fyrsta skipti þarna) vorum á sama tjaldsvæði í heila viku, dúlluðum okkur saman, höfðum svipaðann húmor og allt þetta dæmi, hlógum oft og eitthvað.
Í lok vikunnar var ég orðinn allveg vangefið hrifinn af henni, ekki útaf útlitinu það var bara nokkuð venjulegt.
Það er bara eitthvað við hana sem heillar mig svo rosalega, kannski hvað við eigum margt sameiginlegt, svipaðann húmor, getum talað endalaust saman um eitthvað skemmtilegt, kúrað saman, spjallað á rólegu nótunum og bara allt.. það var í þessu tilfelli ekki útlitið sem heillaði mig.. þó svo að hún sé mjög falleg finnst mér þá er það ekki þetta sem ég hafði alltaf í huga, meðal stór brjóst, klikkað stinnur og flottur rass og þetta dæmi.
Bara normal manneskja í útliti, ekki þessi dæmigerða skinka.
Svo fór hún til spánar í 3 vikur og kom heim fyrir stuttu, aðeins byrjuð að tala saman aftur og svona, vona það svo sannarlega að þetta endi með sambandi :)
Venjulega er ég þessi feimna týpa sem svo oft hef ekki þorað að labba að stelpu og byrja að spjalla, eða ef ég þekki einhverja stelpu sem ég er “hrifinn” af að byrja spjallið.
Þegar ég hitti hana, við getum talað endalaust og um allt.
Voða erfitt að lýsa þessu, en.. ég reyndi :D
Veit reyndar ekki hvað væri næsta skref í að koma þessu nær því að vera “samband” er óreyndur :/