Ef mann grunar að maður eigi eftir að fá leið á hinum einstaklingnum þá flytur maður ekki út með honum. Þetta er ekki eitthvað sem maður á að ákveða í flýti heldur hugsa vandlega um. Ég og unnustinn minn höfum búið saman í rúmt ár og eigum saman 4 og 1/2 mánað stelpu. Ef upp koma vandamál eru þau rædd en auðvitað kemur manni ekki alltaf saman. En ef að maður elskar makann virkilega mikið vill maður vera með honum/henni alltaf, sama hvað bjátar á, maður fær ekki leið, þetta er alltaf eins og fyrst þegar maður var að kynnast og fékk þennan fiðring innra með sér. Ég horfi stundum á kallinn minn og fæ þennann fiðring aftur. Ég fæ aldrei leið á honum, ég elska hann, en okkur á ekki alltaf eftir að koma saman, það gerir það engum! ;)
Stoltasta mamma í heimi! :D