Ég fékk skilaboð frá notanda um að setja inn nafnlausan þráð. Endilega svarið eftir bestu getu


“Sæl veriði

Ég er núna búin að vera með kærustunni minni í um það bil 3 mánuði. Til að byrja með var ég virkilega tvístíga með það hvort ég ætti að fara í samband með henni, en þar sem við vorum í sama skóla, sömu tímunum áttum sömu vinina og ég vildi ekki hætta að hitta hana þá endaði það einhvernvegin með því að við byrjuðum bara saman. Ég leit þá á þetta sem ákveðna reynslu að fara í samband en þetta er þá fyrsta sambandið mitt sem ég hef verið í.

En með tímanum hef ég þó alltaf orðið ánægðari og ánægðari með þessari stelpu og mér finnst í dag eins og ég hafi gert rétt. En samt get ég ekki hugsað mér að vera með henni mjög lengi, hún er ekki sú rétta þrátt fyrir að hún sé falleg, skemmtileg og hefur allan þann pakka. Ég hugsa alltaf um það hvort ég gæti ekki fundið einhverja betri, drauma stúlkuna.
Við búum núna í sama bænum en það mun hætta í lok þessa mánaðar þegar ég flyt í burtu og hún flytur til útlanda í hálft ár og hef ég alltaf litið á þetta sem ”endastöð“ hjá okkur en hún hefur alltaf tjáð mér hvernig þetta yrði nýtt upphaf hjá okkur og hvernig við ætlum alltaf að vera hittast.
Ég get bara ekki sagt henni upp, ég hef enga gilda ástæðu, hún hefur ekki gert neitt rangt en samt get ég ekki hugsað mér að vera mjög lengi með henni. Auk þess eru allar vinkonur hennar líka mínar bestu vinkonur og ég er hræddur um að missa þær ef ég hætti með stelpunni útaf í raun engu.”