Ég fékk skilaboð frá notanda um að setja inn nafnlausan þráð. Endilega svarið eftir bestu getu



“Komiði sæl. Vildi koma með smá spotta og fá hlutlaust álit.

Málið er það að ég er í smá klandri. Ég á 2 vinkonur sem ég kynntist í mars í gegnum netið. Ég hafði verið að spjalla mikið við þær á MSN og í gegnum SMS og svoleiðis.

Svo fer ein þeirra uppí sveit og verður þar um sumarið. Ég SMSa mikið og hringi í hana stöku sinnum og hún virðist mjög áhugasöm. Síðan kemur loksins að því að ég hitti þær. Þá verður þessi sem er alltaf í sveitinni, þá verður eins og hún gjörsamlega missi allan áhuga á mér. Hún hættir að svara SMSunum mínum, nema þegar ég spyr hvort ég megi hringja, þá er hún ”upptekin“. Síðan kemur hún heim til sín í smástund og ég reyni að opna mig við hana og spyrja hvort það sé ekki í lagi með vinasambandið okkar því ég tek eftir því að hún sýni miklu minni áhuga.

Viti menn, hún strunsaði útaf MSN og Facebook, fór í sveitina daginn eftir og ég sendi henni SMS og spyr hvort hún hafi lesið það sem ég skrifaði. Mjög einlæg skilaboð sem lýstu svolítið mínum tilfinningum og ég svolítið opnaði mig í von um að leysa þetta. Hún svarar SMSinu og segir ”Já, en ég get ekki talað núna svo við heyrumst bara“..

Þarna var mig farið að gruna það illa að hana sé farið að líka illa við mig. En málið var það, að ég hafði ekki huuuuugmynd um af hverju, og hef ekki enn. Hún kom aðeins á MSN og ég reyndi að tala við hana bara svona á vinalegum nótum, ekkert hjartnæmt, einlægt eða neitt, bara svona venjulegar samræður og hún svarar mér af miklu miklu minni áhuga.

Svo er ég að tala við hina vinkonu okkar (Það er svo sem ekkert að vinasambandi mín og hennar), og talið berst um hana, og ég segi að ég sé nánast hættur að tala við hana, enda hef ég núna ekki gert það í svona 2 vikur, þar sem að ég hafði bara tekið eftir hvað hún missti algjöran áhuga á mér og vill greinilega ekkert með mig hafa.. Þá sagði þessi vinkona mín vita nákvæmlega útaf hverju það er, en megi ekki segja mér það..

Mér sárnar þetta mjög, enda var hún búin að vera mér frábær vinur framan af, sem bara hunsar mig núna og ég lifi bara í e-rri óvissu. Ég reyndi að sannfæra hina vinkonu mína um að segja mér það, en án árangurs. Ég lét hana vita að það skipti mig miklu máli, ekki bara hinnar vinkonunnar vegna, heldur bara útaf reynslunni. Því ef ég fæ ekki að vita hvað ég gerði rangt, þá var vinátta mín og hennar þennan stutta tíma sem hún varði, gjörsamlega til einskis. Ég reyni að nýta mér allar reynslur sem ég fæ, hvort sem þær eru góðar eða slæmar, en ég fæ enga reynslu útúr þessu ef ég fæ ekki að vita hvað slökkti í vinkonu minni.

Reyndar eru þær 3 vinkonurnar sem ég á, en þessi þriðja kom þessu ekkert við í þetta sinn og þess vegna nefndi ég hana ekki, en ég er að spá í að tala við hana og sjá hvort hún geti sagt mér eitthvað um þetta, en ég býst samt ekki við árangri.

Vil taka það fram að þær eru allar bara vinkonur mínar. Þetta er ekkert sambandsmál, bara mál á milli vina. Mér bara sárnar mjög að þessi vinkona mín, sem hafði verið mjög yndisleg og trú þennan tíma, hverfi bara svona á bakvið mig án þess að segja hvað sé í gangi og láti mig bara lifa í óvissunni. Mér finnst sú framkoma, sem ég átti aldrei von á, vera það slöpp að ég mun aldrei treysta þessari manneskju aftur fyrir því að vera alvöru vinur.

En núna stend ég bara ráðþrota, þetta veldur mér áhyggjum dags daglega, enda veit ég að þetta gæti verið reynsla sem byltir minni manneskju ef ég fæ að vita.. Eins gæti þetta verið reynsla sem ég var nú þegar búinn að læra af.. En ég get bara ekki staðið svona í óvissunni og látið þetta bara liggja kjurrt á borðinu.. Ég vil ekki ganga frá vandamálunum ófrágengnum og ég veit ekki hvað ég á að gera ef ég fæ ekki lausnina.. :S

Kveðja,
einn sem er gjörsamlega búinn með öll ráð..”