sameiginleg áhugamál og allt þetta?
Það hjálpar alveg að maki minn deilir vissum áhugamálum með mér, veit samt að það getur verið erfitt ef makinn er of samrýndur þér hvað varðar hobby.
Skiptir t.d. tónlistarsmekkur miklu máli?
Ég kynntist minni í gegnum fanbase forum hjá Placebo(hljómsveit), svo fyrir mig skipti þetta máli, þó svo smekkur okkar var ólíkur þess utan, þá hef ég kynnt henni fyrir fullt af tónlist sem hún byrjaði að fýla og sama um hana og hennar tónlist sem margt af ég hlusta á í dag.
Er þinn maki mjög ólíkur/líkur þér?
Við erum frekar ólík en á einhvern hátt lík, get ekki útskýrt alveg en við eigum svipaða fortíð að sækja, við erum sammála um margar lífsskoðanir vegna sambærilegrar reynslu okkar, en ég tel að fólk sem er alveg eins á illa saman :)
Það verður að vera mismunur til að samband virki.