Hæhæ :-)
Ég á í smá vanda í sambandi við fyrrverandi kærastann minn og langaði til að fá hlutlausa skoðun á því..
Málið er að ég og minn fyrrverandi hættum saman fyrir svolitlu síðan eftir eins árs samband, en núna vill hann fá mig aftur.
Sambandið var frábært, við vorum saman í 5 mánuði til að byrja með þangað til ég komst af því að hann hefði verið að fara á bakvið mig og ljúga að mér mest af þeim tíma og við hættum saman, en ég tók við honum aftur rétt eftir það.
Við vorum síðan saman í nokkra mánuði í viðbót en ég komst af því að hann hefði haldið áfram að ljúga að mér og við hættum saman í svona mánuð.
En við byrjuðum saman aftur og svo hættum við saman fyrir svona tveimur-þremur mánuðum, þegar hann hætti með mér og lét bara alveg eins og fífl við mig.
Núna vill hann fá mig aftur og eftir svona langann tíma í burtu er ég að velta því fyrir mér hvort hann sjái hversu illa hann hafi farið með mig og muni ekki gera það aftur?
En hvað segið þið?
Finnst ykkur ég eiga bara að gleyma honum eða reyna að vinna útúr vandamálunum okkar?
Vinir mínir segja mér nefnilega bara að gleyma honum, en mér finnst það rosalega erfitt því að þrátt fyrir alla vondu hlutina var þetta besta ár lífs míns og það er erfitt að snúa bara baki við því.