Já, vandamálið er að ég á stundum í erfiðleikum með að virkja kærustuna í að gera eitthvað með mér, okkar samband hefur eiginlega upp á síðkastið bara verið um að “horfa á vídeo” og eitthvað svoleiðis en mig langar að gera eitthvað fleira með henni.
Ég er auðvitað búinn að tala við hana um þessa hluti, en ég vildi bara spyrja hvort einhver hefði einhver ráð, eða hefði lent í þessu? Jafnvel hvort einhver hefði hugmyndir um hvað væri hægt að gera saman, eitthvað sem mig hefur kannski ekki dottið í hug ennþá?
Takk fyrir.