Einhverra hluta vegna þá alveg laða ég svona aðila að mér :/ ..en mér sýnist ég búin að finna ein sem er ekki þannig =)
En merkin eru ekki alveg þau sömu, hver aðili spilar út sín eigin merki..kannski svipað en aldrei þau sömu.
Hjá mér þá var það fyrsta sambandið sem var bara andlegt ofbeldi (eftir hin samböndinn þá var það ekki neitt neitt), í því sambandi þá var auðvitað ráðist á versta staðin hjá öllum kvennmönnum, þyngd!. Aldrei fannst mér ég vera nógu mjó og flott fyrir þennan aðila, þrátt fyrir það að ég fór 9 sinnum í ræktina í viku, var 2svar í íþróttum í skólanum og fór á 4 boxæfingar í viku. Ég fór að átta mig á því að ég var alveg njógu mjó og ég var bara satt að segja nokkuð fine eftir allar þessar æfingar :p ..þá fattaði ég það að þetta var ekki ég sem var neitt feit og ómögurleg, heldur átti þá verandi kæró vandarmál, fíkniefni.! Þau geta gert fólk klikkað.
Samband nr.2 varð verra, þá kom líkamlega ofbeldið inn, en það byrjaði með andlega. Þá var ekki ráðist á þyngdina, heldur heimskuna? (bara vegna þess að ég var ekki stúdent) ..þá var ég miklu verri en fyrrverandi kærusturnar hans og eitthvað kjaftæði, út frá þessu fór hann að vinna í því að draga úr minni skemmtun, þ.e.a.s fara út að djamma með vinkonunum, henda mér á björgunarsveitaæfingar og fá að vera ég. Þegar ég fór út þá kom ég heim í það að hann öskraði á mig að ég væri að halda framhjá sér og ég væri ógeðsleg hóra, ekki fallegt en auðvitað var það ekki satt. Alltaf var það eins þegar maður kom heim af djamminu og í eitt skiptið þá kom bara afskaplega stór hnefi í andlitið á mér og með honum komu skilaboðin “þú skalt ekki voga þér að halda framhjá mér heimska tussan þín” …ég auðvitað lá bara í grúfu og hélt ég myndi fá fleiri högg, en hann bara fór uppí rúm að sofa. Ég fekk alveg nokkur högg frá honum í okkar sambandi og ég var í 3 mánuði að byggja upp kjark til að láta mig hverfa. Það tókst á endanum með því að hann fór að djamma og kom heim og vildi sko fá smá frá mér fyrir svefnin, kom ekki til greina og hann kýldi mig þá. Þannig að ég tók mig til kýldi hann tilbaka og ég hætti ekki fyrr en ég sá hann eins og aumingja í gólfinu hjá mér grátandi! Ég sagði honum að núna væri þetta sko alveg búið og hann gæti drullast eitthvað annað. Seinna fékk ég að vita að hann hafði verið að halda framhjá mér með einni vinkonu minni í alveg hálft ár! (vorum saman í 1 ár.) ..
Síðasta sambandið mitt var það allra versta sem ég hef upplifað, en ég er sterkari fyrir vikið.
Þar var ekkert líkamlegt ofbeldi fyrr en rétt í endanum á sambandinu, en aftur á móti þá mátti ég ekkert gera! Ég fór aldrei út, ég hætti að drekka, ég missti alla vini mína og ég var ein! …andlega ofbeldið þar var þannig að ég var sko aumingi (átti mína eigin íbúð sem hann bjó í með mér, minn eigin bíl sem hann keyrði, og ég eyddi öllum mínum peningum í hann og samt var ég auminginn), ég hætti að tala við fjölskylduna mína því ég mátti það ekki og samt bjó ég bara svona 200m frá mömmu minni. Ég var afskaplega ástfanginn, eða það hélt ég, þangað til einn daginn þá er ég sofandi og vakna við það að hann var bara ofan á mér að gera það sem hann vildi! Ég samþykkti þetta aldrei og bað hann um að koma sér af mér, en það var ekki gert, í staðin var andlitinu á mér troðið í koddann og sagt að steinhalda kjafti annars yrði þetta sko miklu verra fyrir mig! Ég var alveg að kafna í koddanum mínu, gat varla andað og grét meira en ég get lýst. Þegar hann var búin þá svaf hann bara vært, mig langaði ekki til að vera lengur með honum og langaði til að fara, en hvert? ég átti enga vini lengur og hann var búin að telja mér trú um að mamma hataði mig! Þannig að ég var þar um nóttina, daginn eftir þá var bara allt eins og eðlilegt hjá honum og ég skildi það ekki, nefndi við hann nóttina og hann sagði að mig hafi bara verið að dreyma. Mig langaði til að láta mig hverfa en ég hélt að hann myndi bara finna mig og gera mér þetta aftur, mestu mistökin mín voru að fara ekki því ég lenti í þessu aftur bara viku seinna, hjatað manns er sært svo mikið og tilfinninginn verður lengi að hverfa, mig dreymir þetta af og til og vakna við það að ég er búin að vera að gráta og græt ennþá meira. Á endanum þá ákvað ég að nóg væri nóg og sagðist vera að fara (ég var búin að tala við mömmu og segja henni að ég vildi ekki vera með honum, en gaf aldrei upp ástæðuna) þá fékk ég högg í andlitið, mér var hrint í fatahengið og hann hljóp út og stal bílnum mínum. Ég hljóp til mömmu og við höfðum samband við lögguna og þeir fundu hann bara uppí sveit að fela sig.
Þetta var ógeðslegt samband og hann er algjör naðra, ég er búin að læra að meta vini mína og fjölskyldu miklu meira eftir allt þetta, ég er nánari mömmu meira en nokkru sinni áður, samt búum við alveg klukkutíma frá hvor annarri.
Eins og staðan er í dag þá er ég búin að vera með sama stráknum í næstum 3 ár, ekkert slæmt skeð og ég hef aldei verið svona ástfanginn. Hann veit alla mína sögu og hann elskar mig bara meira fyrir að hafa sag honum þetta, hann er ekkert líkur þessum sem ég hef verið með, enda var ég vön að laðast að einhverjum svona asnalegum badboys, óþolandi, núna náði ég mér í einn æðislegan nörda =D
Ég vona að Þú sjáir það að þótt manni langi til að fara frá einhverjum og þótt maður sjái svipuð merki um að sambandið fari eins og síðasta þá er ástin blind og maður getur verið barnalegur og haldið að allt verði í lagi.
Bætt við 23. júlí 2010 - 11:26
Vá hvað þetta var mikið :$ …vissi ekki að þetta hefði orðið svona langt :p