Það getur verið svo ótrúlega margt sem gerir það að verkum að manneskjan haldi framhjá. Getur verið óánægja í sambandinu, óaánægja með sjálfan sig, uppeldið, “trust issues”, andleg líðan os.frv.
Ef einhver heldur ýtrekað framhjá (drukkin eða ekki) þá get ég ekki séð ástæðu til þess að vera að halda neitt sérstaklega uppá þann mann. Sama hver ástæðan er, þá er grunnurinn sá að eitthvað er að, andlega. Það getur þessvegna verið að svoleiðis manneskja fíli bara að geta gert hvað sem er, því hann veit að sú sem hann er með fyrirgefur honum allt. Svo þarf þetta ekkert að vera illa skemmt eða vond manneskja og geri þetta því honum líður bara svo illa og virðist ekki kunna/vita hvernig hann eigi að fara með það svo hann heldur framhjá og skemmir þannig fyrir sjálfum sér. Svona sjálfseyðingarhvöt. Sumir upplifa bara eins og þeim megi ekki líða vel og þurfa alltaf að gera eitthvað til að skemma það því þeir “eiga hamingju ekki skilið”.
En hvað sem er að bögga þennann mann þá myndi ég slútta þessu. Kannski reyna að tala við hann og finna út hvað sé að, en annars er það hann sem þarf að finna vilja í sér til að breytast, þú getur ekki breytt honum eða látið hann breyta sér. Svo það besta í stöðunni er hreinlega að dömpa þessum gæja. Hvaða tilgangi þjónar samband þar sem makinn er ótrúr og ekkert traust ríkir? Hversu mikla ánægju færðu út úr því? Hvað fær þig til þess að vera ennþá með manninum, þrátt fyrir að hann láti svona? Þú þarft kannski að skoða sjálfa þig líka, af hverju læturu koma svona fram við þig? Og núna er ég ekki að meina þetta illa, en það er oft eitthvað í uppeldinu os.frv. sem hefur mótað okkur þannig að við virðumst eiga erfitt með að standa vörð um okkur sjálf og látum aðra ráða ferðinni. Hann hefur eitthvað vald yfir þér þar sem þú virðist alltaf gefa eftir.
Og ég veit ekki með once a cheater always a cheater. Það er svo billjón ástæður fyrir því að fólk heldur framhjá, hvað þá að það hreinlega stundi það. Held að fólk geti alveg breyst ef það vill. Held líka að tímasetning skipti máli (hvar maður er staddur í lífinu) og hvernig fólk horfir á sambönd yfir höfið.
Annars gæti verið að ég sé bara að bulla. Kannski eru ekkert geðveikt djúpar ástæður fyrir þessu. Kannski finnst manneskjunni þetta bara gaman. Kannski er honum alveg sama um þig, en segist elska þig og bla því honum finnst bara gaman að stjórna þér. Kannski vill hann fá kökuna og borða hana líka. Ég hef ekki hugmynd.
* Annars er “atferðir” örugglega ekki til í íslensku.