Ég er í klípu. Ég á alveg frábæran kærasta sem ég elska meira en allt annað. Við erum búin að vera saman í næstum tvö ár og auðvitað hafa sumir dagar verið verri en aðrir eins og gengur og gerist en alltaf hefur það snúist um afbrýðissemi. Þá sérstaklega hjá honum. Ég er alveg sæt og ég veit það alveg og síðan sambandið okkar fór að vera alvarlegt hef ég verið hálfpartinn verið að fela mig algjörlega frá öðrum strákum, eins og þeir væru eitraðir.
Ég er hætt að mála mig, ég geng um í víðum peysum og íþrótta brjóstarhöldurum. Síðan ef ég reyni að vera almennileg eins og fara í hælum í skólann ( ég er alveg rosalega lágvaxin svo mér finnst það nú ekki svo slæmt ) eða vera í pilsi eða einhverju svona þá verður hann alltaf hálf sár. Hann segir það kanski ekki en ág sé það alveg á honum, honum líkar það ekki þegar ég er svona í kringum aðra enn hann. Ok, ég veit, hann ætti alveg að sætta sig við þetta en mér finnst samt eins og ég ætti að geta klætt mig eins og ég vil án þess að fá samviskubit.
Það er samt ekki eins og ég sé í einhverju ofurstuttu og með push-up brjóstarhaldara upp úr bolnum eða eitthvað svoleiðis, það er bara eins og honum finnist að ef ég er að vera fín þá er það fyrir einhvern. Og ef það er ekki fyrir hann þá er það fyrir einhvern annan. Á ég kanski bara að tala betur um þetta við hann? Æ, ég á bara erfitt með að finna einhvern milliveg. Ég vil vera fullorðinsleg en samt ekki ietthvað druslueg. Skiljiði mig? Ef þið hafið einhver ráð endilega látið mig vita.
Ég vil samt ekki fá nein neikvæð comment um hann því að í sjálfu sér finnst mér það órættlátt gagnvart honum. ( Ég er líka kannski svona svolítið “out of his league” svo ég skil alveg ef hann er eitthvað paranoid )