Ég fékk skilaboð frá notanda um að setja inn nafnlausan þráð. Endilega svarið eftir bestu getu


“Ég á yndislegan kærasta.
Hann á samt einn galla. Svakaleg afbrýðissemi sem gerir mig geðveika.
Við skemmtum okkur bæði og alls ekki alltaf saman. Ég treysti honum 100% og á ekki í vandræðum með að hann sé að skemmta sér án mín eða jafnvel þótt að einhver stelpa sé að reyna við hann. Sama er mér, hann er minn.
Hins vegar þegar ég skemmti mér þá er þetta ekki eins. Um leið og strákur svo mikið sem yrðir á mig þá vill hann fá að vita allt um það, hann verður reiður og þótt hann segi að hann sé ekki reiður út mig (enda engin ástæða til, hef aldrei brotið traust hans eða þá að það sé mér að kenna að strákar skuli tala við mig) þá bitnar öll hans gremja á mér. Það er farið að pirra mig pínulítið og er í raun frekar særandi því mér líður eins og hann treysti mér ekki.
Það er samt ekki okkar helsti vandi. Aðal málið er það að hann er að fara frá mér, ég veit alveg af því og hvet hann endilega til að fara því að það er það sem hann vill gera og ekki vil ég standa í vegi fyrir því. Ég hef samt sagt við hann að ef hann fari þá munum við ekki vera saman lengur, ég gæti aldrei verið í fjarsambandi, alveg sama þótt ég elski hann alveg ótrúlega mikið. Ég hef enga trú á því að það virki nema það sé um ákveðnar týpur að ræða, og ég veit að ég er ekki ein af þeim, ég þarf stanslausa athygli. Ég vil samt vera með honum þangað til hann fer og hef lofað honum því.
Málið er það að um daginn þá fór ég að skemmta mér, allt í góðu með það. Þar kynnist ég þessum gaur sem heillar mig algjörlega upp úr skónum en ég eins og ég segi: Elska kærasta minn og harðneita að gera eitthvað með honum og segi honum í annarri hverri setningu að það muni ekki vera neitt úr þessu, ég myndi aldrei halda fram hjá. Strákurinn heldur áfram að reyna við mig og segir svo að hann vilji bara bíða eftir að geta verið með mér, honum lítist svo vel á mig. Ég blæs bara á það en vinkona mín (og hans) lætur hann fá númerið mitt og hann heldur áfram að djamma með okkur og við skemmtum okkur ágætlega saman. (Tek það aftur fram, það gerðist _ekkert_ á milli okkar.)
Kærastinn minn sækir mig af djamminu og ég segi honum bara strax frá þessum gaur og þá gerist það sem ég talaði um í byrjun, hann verður reiður. Ölvaða ég fer að gráta og hann fær samviskubit en segir að þetta sé bara í hans eðli, allir strákar séu svona. Ef til vill er það rétt en mér fannst frekar leiðinlegt að vera ”skömmuð“ fyrir að segja honum frá strák sem elti mig á röndum allt kvöldið og ég gerði samt ekki neitt með. Nokkrum dögum síðar hefur þessi tiltekni strákur svo samband við mig (sms) og segir að þetta hafi ekki bara verið eitthvað fyllerísdæmi, hann hafi áhuga á mér. Nú líður mér illa því ég þori enganvegin að segja kæró frá þessu af því að ég veit ekki hvernig hann mun bregðast við. Ég er svo mikil aumingi að ég er hrædd um að höndla það ekki. En með því að leyna þessu fyrir honum er eins og ég sé að halda fram hjá honum. Sem ég vil ekki gera - ég væri búin að því ef ég vildi það.

Það sem er svo mest að trufla mig að þetta kvöld uppgötvaði ég hvað ég gæti verið að missa af. Ég elska kærastann minn svo mikið en ég veit að þetta mun ekki endast til lok þessa árs. Hvorugt okkar ætlar samt að fara í eitthvað samband eftir að hann er farinn (ekki án þess að tala um það við hvort annað að minnsta kosti, virðum hvort annað nógu mikið til þess) en mér finnst ólíklegt að hvorugt okkar finni einhvern annan þegar hann verður úti í nokkur ár.
Ég vil ekki hætta með kærastanum mínum og fara að deita einhvern annan strax. Ég er bara svo hrædd um að því lengri tími sem við eyðum saman því sárara verður að skilja. Því erfiðara verður að byrja upp á nýtt og kannski missir maður af einhverju á þessum tíma. Við erum bæði ung og það eru hvort eð er ekkert miklar líkur á því að við höngum saman til æviloka. Ég geri mér grein fyrir því.
Ég veit í raun ekki hvaða svör ég ætlast til að fá með þessum pósti. Ég finn bara til í hjartanu og ég er alveg ótrúlega ráðvillt.
Stikkorð:
*Afbrýðissamur kærasti
*Strákur sem elti mig af röndum á djamminu
*Reiður kærasti, þori ég að segja honum frá því að strákurinn hafi haft samband eftir djammið?
*Samband sem hefur ”útrenni-dag“. Ég vil ekki fjarsamband
*Tilganglaus þráður. Aðallega púst og möguleiki á að heyra sögur frá einhverjum í svipuðum aðstæðum?”