Góðan dag.
Ég er tvítug stelpa og á kærasta sem er 2 árum eldri en ég. Sambandið okkar er fínt, allavega er ég hamingjusöm og hélt að kærastinn minn væri það líka. Við höfum verið saman núna í 3 ár.
Núna um daginn fór í ég fartölvuna hjá kærastanum mínum og sá að hann hafði verið inni á einkamál.is að leita sér að karlmanni til að hitta. Þar kom fram að hann væri tvíkynhneigður og væri að leita sér að skyndikynnum með öðrum karlmanni. Það hrundi allt niður hja mér.. ég trúði þessu ekki. Hvað á ég að gera? ÉG veit ekkert hvort að hann hafi hitt einhvern annann gaur? og hvað þá gert eitthvað með honum. Mér finnst hann vera að fara svo á bak við mig, samt vill ég ekki segja honum frá þessu því þá sakar hann mig ábyggilega um að vera að njósna um hann með því að vera skoða hvað hann er að gera í tölvunni.
Ég prófaði að ýja því svona að honum hvort hann væri e-ð fyrir stráka og brásta hann strax við ,,nei oj! afhverju helduru það“. Síðar sama dag spurði ég hann hvað hann myndi gera ef ég væri tvíkynhneigð hann sagði svosem ekkert heldur bara ,,afhverju ertu alltaf að tala um þetta”.
mér finnst ég hafa verið svo svikinn og langar svo að spurja hann af þessu og segja einvherjum frá þessu en ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og trúi þessu varla. Ég er ótrúlega hrifinn af honum og eigum við saman íbúð og bíl og væri erfitt að slýta þessu..
ég veit ekki hvað ég á að gera.. þetta er bara svo mikil höfnun.