Okei ég á við vandamál að stríða. Fyrir tveimur
vikum hætti kærastan mín með mér, ástæðan var sú
að henni fannst þetta “rangt”. Ég var búinn að
leggja mig mikið fram í að vera góður kærasti ekki
pressa hana neitt, reyna að vera rómantískur en
ekki of mikið reyna að vera mikið með henni en
ekki of mikið.
Í stuttu máli reyna að finna milliveginn.
Ástæðan var eiginlega hún taldi sig ekki geta
gefið mér þetta til baka.
Þetta fór verulega illa í mig og ég á erfiðleikum
með að komast yfir hana þar sem tilfinningar mínar
til hennar virðast ekkert vera að breytast. Hins
vegar er það skiljanlegt að vissu marki…Við
þurfum að hittast daglega(erum í sama vinahóp og
viljum ekki splitta honum upp þar sem við ákváðum
að reyna að vera vinir).
Ég get ekki einbeitt mér í tímum, ég á í
erfiðleikum með að mæta í skólann bara útaf því að
hún er þar og ég eiginlega veit ekki hvað gera
skal.
Svo erum við auðvitað í sömu partyunum og þá þarf
ég að horfa uppá dreng sem ég tel(taldi?) nú góðan
vin minn reyna mjög mikið við hana…
Er algjörlega ráðalaus því að það er sagt að þetta
eigi skána með hverjum degi en í raun versnar
þetta bara og versnar. Ég lýt sem sagt ennþá á
hana sem manneskju sem ég treysti fyrir öllu og á
mjög erfitt með að tala ekki við hana um ýmsa
hluti.
Ef að eitthver hefur lent í svipuðu væri fínt að
fá svar eða ef eitthver getur hjálpað mér
eitthvað.